| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 6 | Á grundvelli þessara markmiða hafa verið settir fram grunnþættir menntunar, sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Til þess að hægt sé að vinna út frá markmiðum laganna, aðalnámskrá leikskóla og grunnþáttum menntunar verður að tryggja öryggi barna í leikskólum, bæði með slysavörnum og ofbeldisforvörnum. Í janúar 2022 tóku ný lög gildi sem styðja við farsæld barna með stigskipta þjónustu að leiðarljósi. Mælt er með að málefni sem tengjast öryggi, velferð og farsæld barna séu samtvinnuð við heilsustefnu og/eða skólanámskrá leikskólans svo að vinnan verði markviss og öllum aðgengileg. Samstarf við foreldra og fjölskyldur barna í leikskóla skiptir miklu máli, ekki síst þegar kemur að öryggi. Þannig getur bæði líkamlegur þroski barns haft áhrif á getu þess í leikskólanum og eins getur slakur málþroski dregið úr samskiptagetu barns. Þá er mikilvægt að forráðamenn/forsjáraðilar og starfsfólk leikskóla geti átt uppbyggilegar umræður og skipst á upplýsingum til þess að geta veitt barninu þann stuðning sem hentar því best. Þá þarf upplýsingaflæði að vera í báðar áttir, þar sem forsjáraðilar láta leikskólann vita ef breytingar verða á högum barnsins sem geta haft áhrif á hegðun þess og líðan, og eins að starfsfólk láti foreldra vita ef upp koma mál í leikskólanum eða ef hegðun barns í leikskóla breytist. Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 ber sveitarfélögum að veita leikskólabörnum þá sérfræðiþjónustu sem er þeim nauðsynleg og því er mikilvægt að leikskólum sé veittur stuðningur til þess að fylgja því eftir. Sú sérfræðiþjónusta felur annars vegar í sér stuðning við leikskólabörnin sjálf og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðning við starfsemi og starfsfólk leikskólans. Skólaþjónusta er ólík milli sveitarfélaga en samstarf við ólíkar stofnanir og svið sem koma að málefnum barna er nauðsynlegt og mikilvægt að muna að saman berum við ábyrgð á velferð barna. Réttur barna og tilkynningarskylda til barnaverndarþjónustu Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmálinn) var staðfestur hér á landi árið 2013 og er þar með orðinn að lögum. Í Barnasáttmálanum er farið yfir þau réttindi sem börn njóta sérstaklega, þar með talið að þau njóti sérstakrar verndar bæði foreldra sinna
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=