Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 5 | 2. Velferð og vellíðan barna í leikskóla Réttindi barna til verndar og umönnunar eru til umfjöllunar í ýmsum lögum, reglugerðum og samþykktum hér á landi. Sem dæmi má nefna aðalnámskrá leikskóla, barnalög, barnaverndarlög, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lög um leikskóla. Hér verður lögð áhersla á að fara yfir praktíska þætti er varða öryggi en lesendur eru hvattir til þess að kynna sér ítarefni eftir þörfum. Á Íslandi fara flest börn í leikskóla og því er mikilvægt að umhverfi og aðstæður í leikskólanum tryggi farsæld barna og að börn geti þar dafnað í daglegu lífi og leik. Í lögum um leikskóla, nr. 90/2008 segir að meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla séu að: 1. fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra 2. veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku 3. hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar 4. stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra 5. leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun 6. rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=