Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 47 | Endurskoðun öryggismála eftir slys Eftir slys er mikilvægt að fara vel yfir það sem gerðist og kanna hvort unnt hefði verið að fyrirbyggja það. Áður en farið er í slíka vinnu þarf að ganga úr skugga um að starfsfólk sem hlut á að máli eigi ekki um sárt að binda. Ef einhverjum starfsmönnum líður illa er mikilvægt að þeir fái viðhlítandi hjálp og/eða stuðning eftir þörfum áður en greiningarvinnan á sér stað. Æskilegt er að árlega sé gerð skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði í leikskólanum sem byggir á áhættumati. Við áhættumat þurfa starfsmenn að vera vakandi fyrir umhverfi sínu með tilliti til slysavarna og bregðast við með viðeigandi hætti til að fyrirbyggja slys. Mikilvægt er að starfsmenn upplýsi leikskólastjóra um atvik sem túlka má sem „næstum því slys“ til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Dæmi: Barn klifrar upp í bókahillu. Bókahillan fellur frá vegg með barninu áhangandi. Starfsmönnum tekst að grípa hilluna og forða því að hún falli yfir barnið og mögulega slasi það. Í mörgum tilvika alvarlegra slysa í leikskólum eru engin vitni og því liggja ekki alltaf fyrir upplýsingar um atburðinn. Til að koma í veg fyrir slíkt er mikilvægt að: • Öll alvarleg slys, t.d. áverkar á innri líffærum, drukknun, umferðarslys. • Höfuðhögg. Heilahristingur, brot, umtalsverð blæðing, bjúgur eða annar alvarlegur áverki. • Brunaslys. Ef meira en 8-10% af líkamanum eru brennd og sár eru djúp. • Öll beinbrot. Sama hversu lítil þau virðast vera. Komi í ljós að grunur um beinbrot er ekki réttur og barnið hefur aðeins tognað illa er óþarfi að gera lögregluskýrslu. • Tannáverkar. Alla áverka á tönnum þar sem staðfest er eða grunur er um að fullorðinstennur hafi skaddast. • Augnáverkar. Allir alvarlegir augnáverkar, t.d. skert sjón. • Klemmuáverkar. T.d. fingur fer af eða hangir á húðpjötlu. Viðtal við foreldra eftir alvarlegt slys Þegar niðurstöður könnunar á slysi liggja fyrir er mikilvægt að leikskólastjóri bjóði foreldrum barnsins sem slasaðist viðtal. Í viðtalinu er farið yfir athugun leikskólans á tildrögum slyssins og hvað leikskólinn hyggst gera í framhaldinu. Með því að fara yfir það sem gerðist með foreldrum og segja þeim frá hvað gert hefur verið í kjölfarið eykst öryggistilfinning foreldra og traust þeirra til leikskólans. Því er mikilvægt að halda ekki upplýsingum sem skipta máli frá foreldrum. Leikskólastjóri þarf að hafa allar upplýsingar um málið áður en hann tjáir sig um það. Mikilvægt er að sveitarfélög/rekstraraðilar setji sér verklagsreglur um framkvæmd viðtala eftir alvarleg eða lífshættuleg slys.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=