Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 44 | synlegar. Ef því verður við komið er æskilegt að lögreglan komi inn á deild til barnanna og kynni sig og spjalli við þau. • Mikilvægt er að láta foreldra vita áður en þeir sækja börn sín að kalla hafi þurft til sjúkrabíl og skýra frá helstu staðreyndum. Börn vilja gjarnan tala um það sem þau hafa upplifað og því er mikilvægt að foreldrar hafi réttar upplýsingar til að geta rætt við börn sín og hjálpað þeim að jafna sig á því sem þau upplifðu. Tilkynning til foreldra um slys á barni Mikilvægt er að skólar setji sér verklagsreglur um tilkynningar til foreldra um slys á barni. Slys sem ekki eru talin lífshættuleg • Öll slys sem ekki eru talin lífshættuleg, t.d. beinbrot og skurðir, eru tilkynnt beint til foreldra af starfsmönnum leikskólans. Æskilegt er að deildarstjóri barnsins eða leikskólastjóri sjái um að hringja í foreldra. • Mikilvægt er að sá starfsmaður sem hringir viti nákvæmlega um ástand barnsins og hver viðbrögð leikskólans hafi verið fram að símtalinu, til dæmis hvort hringt hefur verið á sjúkrabíl eða leitað ráða hjá heilsugæslu. Símtalið • Sá sem hringir kynnir sig með nafni og segir hvaðan er hringt. • Sá sem hringir á að vera rólegur og tala skýrt. • Sagt er í stuttu máli frá því sem kom fyrir barnið og reynt að koma því strax til skila hvað sé að. Mikilvægt er að nota ekki sterk orð. • Ef hringt hefur verið á sjúkrabíl er endað á að segja frá því og látið vita hvaða starfsmaður fór með barninu á sjúkrahús/heilsugæslu og hvert var farið. Lífshættulegt ástand Mikilvægt er að öll sveitarfélög setji sér verklagsreglur um tilkynningu til foreldra vegna alvarlegra og lífshættulegra slysa á börnum. Tillaga að verklagsreglum sveitarfélaga er í viðhengi. Leikskólastjórum ber að kynna sér þær verklagsreglur sem gilda í sínu sveitarfélagi. Ef ástand barnsins er lífshættulegt (barnið er í hjarta- og öndunarstoppi eða meðvitundarlaust) þarf að vinna samkvæmt verklagsreglum í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=