| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 43 | Hvernig á að hringja í Neyðarlínuna - 112 Það er grundvallaratriði að allir starfsmenn leikskólans kunni að hringja í Neyðarlínuna. Hér á landi er eitt neyðarnúmer fyrir sjúkrabíl, lögreglu og slökkvilið. Neyðarnúmerið er 112, EINN EINN TVEIR en ekki hundrað og tólf. Athugið að ef hringt er úr heimasíma birtist strax á skjá Neyðarlínunnar hvaðan er hringt, þ.e.a.s. nafn leikskólans, heiti götu, hús- og póstnúmer hans. Ef hringt er úr farsíma kemur staðsetning símans ekki upp á skjá Neyðarlínunnar. Mikilvægt er að sá sem hringir í 112 gefi þeim sem svarar yfirlit yfir ástandið á fyrstu 30 sekúndum samtalsins en það eru H-in þrjú: • H – HVAR VARÐ SLYSIÐ? NAFN LEIKSKÓLANS, HEIMILISFANG OG NÁKVÆMARI STAÐSETNING Á BARNI (mikilvægt er að taka fram ef barnið er úti á lóð og þá hvar, sérstaklega þar sem lóðir eru stórar). • H – HVER ER ÞAÐ SEM HRINGIR (kynna sig með fullu nafni og taka strax fram að verið sé að hringja úr leikskóla)? • H – HVAÐ KOM FYRIR, ALDUR OG NAFN HVER ER LÍÐAN VIÐKOMANDI (dæmi: Hinn slasaði heitir Jón Jónsson og er fimm ára, hann féll úr rólu og er mögulega fótbrotinn). Viðbrögð gagnvart vitnum og öðrum börnum á slysstað Mikilvægt er að færa áhorfendur (börn) af svæðinu sem fyrst þannig að þeir þurfi ekki að horfa upp á slasaða barnið. Starfsfólk kannar hvaða börn urðu vitni að slysinu. Það þarf að tala sérstaklega við þau undir rólegum kringumstæðum og útskýra á sem einfaldastan hátt og út frá þroskaforsendum þeirra hvað gerðist, hvert var farið með þann slasaða (ef við á) og hver útkoman var. Útskýra þarf það sem gerðist fyrir öllum börnum leikskólans. Mikilvægt er að öll börn fái réttar upplýsingar hjá hinum fullorðnu. Lítil börn túlka hluti eins og þau sjá þá en niðurstaða túlkunar þeirra er oft röng og ekki er óeðlilegt að þau verði hrædd vegna þess sem þau horfðu upp á og skilja ekki. Því er mikilvægt að allt starfsfólk leikskólans sé meðvitað um þetta og taki strax á málum til að draga úr hræðslu þeirra. • Tryggja þarf að ekkert barn telji sig ábyrgt fyrir því sem gerðist og sitji uppi með sektarkennd. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu. • Í þeim tilfellum þar sem um lífshættulega áverka er að ræða og tvísýnt er um útkomu hjá slasaða barninu er mikilvægt að fá inn aðila sem uppfyllir öll skilyrði um áfallahjálp. Þetta er sérstaklega mikilvægt í þeim tilfellum þar sem börn láta lífið. • Ef slasaða barnið er fjarverandi í einhvern tíma er mikilvægt að leyfa félögum þess í leikskólanum að fylgjast með framvindu mála. Það er einnig mikilvægt fyrir slasaða barnið að vera í samskiptum við skólann sinn og félaga með bréfasendingum eða öðrum hætti. • Í þeim tilfellum þar sem kallaður hefur verið til sjúkrabíll er algengt að lögregla komi einnig með. Það getur valdið ótta hjá börnum og því eru útskýringar til barnanna nauð-
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=