Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 39 | Sundferðir Ákveði leikskóli að fara í sundferðir með leikskólabörn þarf að skipuleggja þær í samvinnu við foreldra og með öryggi barnanna að leiðarljósi. Fara skal eftir reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010. Þar segir meðal annars að starfsmenn sem sinna laugargæslu, sundkennarar og sundþjálfarar skuli hafa náð 18 ára aldri og staðist hæfnispróf samkvæmt III. viðauka reglugerðarinnar. Þetta ákvæði gildir fyrir sundferðir allra skólastiga. Þar kemur einnig fram að til að auðvelda kennara eða ábyrgðarmanni hópa að fylgjast með hverju barni skuli hópar barna sérstaklega auðkenndir með áberandi lit á sundhettum, armböndum eða vestum eða á annan sambærilegan hátt. Akstur með börn í bílum starfsmanna Sveitarfélög ættu að setja sér reglur um hvort starfsmönnum sé heimilt að aka barni í eigin bíl eða ekki þegar minniháttar slys verða og barn þarfnast aðhlynningar og ekki næst í foreldra/ forsjáraðila. Ef slíkt er heimilað skal gengið úr skugga um að réttar tryggingar séu fyrir hendi. Einnig þarf að gæta þess að barnið noti viðeigandi öryggisbúnað samkvæmt reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum nr. 348/2007. Starfsmaður leikskóla ætti aldrei að vera einn þegar hann ekur barni til aðhlynningar, heldur ætti annar starfsmaður að vera með í för til að sinna barninu þannig að ökumaður geti einbeitt sér að akstrinum. Í þeim sveitarfélögum sem heimila starfsfólki ekki að aka börnum í eigin bíl á heilsugæslu eða slysadeild þarf að hringja eftir leigubíl. Þau sveitarfélög sem eru með slíkar reglur ættu að ganga úr skugga um að bílarnir hafi viðeigandi öryggisbúnað sem hæfir aldri barna hverju sinni. Varðandi akstur í bílum starfsmanna Mælt er með því að láta hringja í 112 og fá ráðgjöf hverju sinni. Erfitt er að setja línu um hvenær þetta er betra og hvenær ekki, 112 ætti að geta veitt ráðgjöf um það hvað sé best að gera í hverju tilfelli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=