| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 36 | • Innra eftirlit greinist í reglubundna yfirlitsskoðun, rekstrarskoðun og aðalskoðun, sbr. ákvæði í viðauka III í reglugerðinni. • Aðalskoðun skal framkvæmd af hæfum aðila samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda leikvallatækja. Rekstraraðili ber ábyrgð á innra eftirliti. Með hverjum eftirlitsþætti innra eftirlits ætti að vera ábyrgðaraðili sem gerir rekstraraðila viðvart um það sem aflaga fer og bendir á nauðsynlegar úrbætur. Rekstraraðili gerir nauðsynlegar úrbætur eða tekur leikvallatæki úr notkun. Eftirlit starfsmanna Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 94/2002 segir að reglubundna yfirlitsskoðun geti þurft að framkvæma daglega í leikskólum, allt eftir notkun og álagi á leiksvæðinu. Tilgangur hennar er að greina strax hættur sem geta stafað af skemmdarverkum, notkun, sliti eða veðrun. Dæmi um þetta eru hættulegt rusl, skemmd leikvallatæki, lausar festingar leikvallatækja og marka, slitnir hreyfihlutir, flísar, útistandandi naglar og skrúfur og óvarðar undirstöður. Markmiðið með skoðuninni er fyrst og fremst að tryggja öryggi barna á lóðinni. Mikilvægt er að framkvæma skoðun á lóð daglega áður en börn fara út að leika sér.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=