| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 35 | 6. Eftirlit Eftirlit með leikvallatækjum og leiksvæðum skal vera í samræmi við kröfur samkvæmt staðlaröðinni ÍST EN 1176 ásamt ÍST EN 1177 sem taldar eru upp í viðauka I með reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002. Málsmeðferð og réttarfarsúrræði fer eftir ákvæðum laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með því að farið sé að ákvæðum laga varðandi leikvallatæki í notkun og öryggi leiksvæða. Tíðni þess eftirlits er háð mati eftirlitsaðila og við slíkt mat skal tekið tillit til umfangs og innra eftirlits þess leiksvæðis sem um ræðir. Heilbrigðisfulltrúi skal hafa aðgang að öllu skráðu og skjalfestu efni er eftirlitið varðar. Innra eftirlit Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 94/2002 sem var endurskoðuð fyrir skömmu segir: • Í starfsleyfi leikskóla skal heilbrigðisnefnd gera kröfu um innra eftirlit á leiksvæðum og með leikvallatækjum. • Innra eftirlitið skal vera samkvæmt ákvæðum staðalsins ÍST EN 1176. • Innra eftirlit skal framkvæma samkvæmt gátlista og í því skal vera slysaskráning. • Í innra eftirlitinu skal tilgreina til hvaða úrbóta skal grípa þegar frávik verða frá ákvæðum reglugerðarinnar og hvenær úrbótum er lokið. • Mælt er með að innra eftirlit sé hluti af gæðahandbók.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=