| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 33 | Gangbrautir skulu merktar þannig að sá sem ekur inn á bílastæðið sjái hvar þær eru. Nauðsynlegt er að taka á hraðakstri við leikskóla með bættri hönnun umferðarmannvirkja eða liðsinni lögreglu. Göngustígar og gangstéttir Göngustígar og gangstéttir eiga að vera með slétt yfirborð. Ef meira en 2 cm mishæð er til staðar er hætta á falli. Ef hættulegar misfellur eru komnar í gangstéttir eða göngustíga er mikilvægt að það sé lagað sem fyrst. Niðurföll á göngustígum/gangstéttum eiga að vera: • í sömu hæð og göngustígurinn/gangstéttin • í lagi og hreinsuð reglulega til að koma í veg fyrir vatnstjón í byggingum og hálkumyndun að vetrarlagi • með viðeigandi loki sem snýr rétt Mikilvægt er að gert sé strax við stífluð niðurföll. Ef lok vantar á niðurfall eða það snýr öfugt er mikilvægt að laga það strax. Tröppur, rampar og handrið Tröppur og rampar eiga að uppfylla ákvæði 202. greinar byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um tröppur, stiga og stigahús. Brattar tröppur með stutt eða langt niðurstig eru mjög hættulegar. Æskilegt er að handrið sé staðsett við tröppur. Ef brotnar upp úr þrepum eða þau losna þarf að gera við þau strax. Hálka Mikilvægt er að huga að hálkuvörnum í kringum leikskóla. Skýr verkaskipting þarf að vera á meðal starfsmanna sveitarfélaga hvað hálkuvarnir varðar. Áður en starfsemi hefst í leikskólanum þarf að vera búið að hálkuverja. Sama gildir um snjómokstur. Þar sem því verður við komið ættu gönguleiðir að leikskólabyggingum að vera hálkuvarðar, t.d. með hita undir gangstéttum/göngustígum. Ef ekki er hiti undir gangstéttum/göngustígum er mikilvægt að rekstraraðili leikskóla sjái til þess að leysa þann vanda með söltun eða sandburði. Æskilegt er að rekstraraðili geri leiðbeiningar um hálkuvarnir í samvinnu við leikskólastjóra. Ganga þarf úr skugga um að þær séu virkar. Bílastæði geta oft verið mjög hál og því er mikilvægt að gerðar séu sambærilegar ráðstafanir þar. Leikvallatæki Leikvallatæki þurfa að uppfylla kröfur reglugerðar um öryggi leikvallatækja og svæða og eftirliti með þeim nr. 942/2002. Mikilvægt er að starfsfólk leikskóla kynni sér fyrir hvaða aldurshópa tækin eru hönnuð. Ef leiktæki á leikskólalóð hæfir ekki aldri ákveðins hóps barna er mikilvægt að þess sé gætt að þau leiki sér ekki í því.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=