| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 31 | Yfirlit yfir lóð og eftirlit með börnum. Tryggja skal að hver leikskóli fyrir sig hafi yfirlitsmynd af lóðinni/leiksvæðinu. Fara skal vel yfir þörf fyrir fjölda starfsmanna á lóðinni og afmarka lóðina/ leiksvæðið í mismunandi reiti sem skal merkja með mismunandi númerum til að hægt sé að auðkenna þá. Hver reitur skal hafa starfsmann á því svæði í lóðargæslu. Starfsmenn skulu ætíð fylgjast vel með börnunum og gæta að öryggi þeirra. Tilgangur gæslunnar er að fylgjast vel með börnunum og bregðast við til að stöðva hættulega hegðun barnanna. Ef starfsmaður þarf að víkja af sínu gæslusvæði tímabundið þarf hann að gera viðvart og biðja um að vera leystur af. Um öryggi á leikskólalóðum gildir reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002. Reglugerðin tekur á öllum þáttum er lúta að öryggi barna. Ekki má staðsetja leiksvæði þar sem ætla má að börnum geti stafað hætta eða ónæði af umhverfinu, svo sem frá umferð eða vegna fallhættu eða hættu á drukknun. Aðkoma að svæðinu fyrir gangandi, hjólandi og eftir atvikum akandi vegfarendur skal vera þannig að ekki skapist óþarfa hætta á og við leiksvæðið. Hér er að finna skoðunarhandbók varðandi leikvallatæki Hafa skal í huga: • Hindra þarf að börn geti hlaupið beint út af leiksvæði þar sem umferð er. • Tryggja þarf góða lýsingu á leiksvæðum. • Mikilvægt er að haga frágangi á grindverki og hliðum á lóðum leikskólans þannig að börnum stafi ekki hætta af. • Við framkvæmdir og viðhald leiksvæða skal taka tillit til eðlis starfseminnar. Umferð vélknúinna farartækja er bönnuð á leiksvæðum utan þess sem nauðsyn krefur, svo sem vegna viðhalds eða endurnýjunar tækja og búnaðar. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er öryggisvísir leiksvæða sem gagnlegt er fyrir leikskólastjóra og rekstraraðila að kynna sér. Um frágang, viðhald og sandskipti í sandkössum skal fara eftir leiðbeiningum Umhverfisstofnunar. Lýsing Í kringum leikskóla og á öllum leiðum að leikskóla, hvort heldur er frá bílastæði, gönguleið eða hjólastígum, þarf lýsing að vera jöfn, heildstæð og kröftug en ekki blindandi. Lýsing þarf að taka mið af öllum notendum. Samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987 skal birta á umferðarleiðum bygginga og lóða vera nægjanleg til að allir aldurshópar geti athafnað sig óhindrað og af fullu öryggi. Þar sem gert er ráð fyrir umgengni almennings ætti að taka tillit til heildaráhrifa þannig að tryggt sé að hvergi verði staðbundin, ófullnægjandi birtuskilyrði sem skapað geta slysahættu. Mikilvægt er að skipta um bilaðar perur strax og lagfæra ljós sem hafa bilað.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=