Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 29 | Lítil börn þola frost, vind og kulda verr en fullorðnir því er mikilvægt að verja þau fyrir miklum vindi, kulda og frosti, meta þarf útivist eftir veðri. Börn og sólarvörn Börn njóta þess yfirleitt að leika sér úti í sól og góðu veðri. En sólin getur brennt og húð barna er sérlega viðkvæm fyrir sólbruna. Því yngri sem börnin eru, þeim mun viðkvæmari er húðin. Ungbörn ættu alls ekki að vera óvarin í sólinni, hvorki hér á landi eða annars staðar. Best er að klæða börnin í létt bómullarföt í ljósum litum á heitum sólríkum dögum og bera sólarvörn á þá staði sem óvarðir eru. Sólarvörn fyrir börn ætti að vera án ilmefna með varnarstuðli (SPF) að minnsta kosti 30. Hálka Í vissu veðurfari getur myndast mikil hálka á leikskólalóðum. Ef lóðin er þakin klaka er hún mjög hættuleg og hætta á höfuðhöggum og beinbrotum er mikil. Mikilvægt er að salta lóðina og að klakinn hafi bráðnað áður en börin fara út. Margir staðir á landinu eru með veðurfarsaðstæður þar sem hálka getur verið viðvarandi í einhverja daga og erfitt að eiga við ástandið. Öryggi barnanna er mikilvægt, því starfsmenn geta ekki komið í veg fyrir að börnin detti. Best er að börn séu í góðum kuldaskóm með hrjúfum botni, sem minnkar hættu á falli að staðaldri en virkar ekki eins vel þegar mikill klaki er á á jörðinni. Börn ættu ekki að nota mannbrodda, þar sem mannbroddar geta skaðað önnur börn sem eru að leik nálægt barninu sem er klætt í mannbrodda. Mannbroddar eru til göngu eða hlaupa, ekki til að klifra með, en börn eru stöðugt að príla upp á hluti og því geta þeir verið slysagildra og barnið detta frekar en ef það væri án þeirra. Fatnaður barna Reimar í hettum eru bannaðar í fatnaði fyrir börn yngri en átta ára og ef börn eru í fatnaði sem ekki uppfyllir öryggi skal benda foreldrum á að fjarlægja böndin. Engar reimar eða bönd eiga að vera í hálsmálum á peysum skyrtum að öðrum fatnaði en þetta er oft í heimatilbúnum fatnaði. Mikilvægt er að benda foreldrum á að fjarlægja þetta eða að barnið noti ekki þessa flík í leikskólanum bönd á vettlingum og hönskum ætti ekki að nota í leikskólum þar sem hætta er á að börn geti hengt sig í þeim. Hettur á úlpum og göllum ættu helst að vera með smellum, en hettur geta fest sig þegar börn eru að klifra í leiktækjum og trjám. Öruggar hettur eru hettur sem eru festar með smellum, en þær losna frá ef barnið festir hettuna. Verið er að vinna í strangari kröfum um hettur á barnafatnaði en einhver ár eru í að það nái í gegn á Evrópska efnahagssvæðinu. Sandkassar Margir átta sig ekki á því að sandkassar geti verið varasamir fyrir börn. Yngstu börnunum eða börnum undir tveggja ára er mest hætta við að drukkna í sandi. Þetta gerist ef barnið dettur fram fyrir sig og einhver sem er að leika sér í sandkassanum fer að moka sandi yfir höfuðið á barninu. Börn hafa látist við þessar aðstæður eða verið í bráðri lífshættu við slíkar aðstæður. Lítil börn vilja borða sand, en það er ekki hættulaust og því ætti að stoppa þau tafarlaust. Ef barnið er stöðugt að borða sand geta sandkorn farið ofan í lungu þeirra og myndað pirring í lungum og jafnvel valdið skaða. Hafa skal góðar gætur með börnum að leik í sandkössum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=