Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 28 | Leikföng og annað að heiman Mikilvægt er að starfsfólk leikskóla fylgist með því sem börn hafa með sér að heiman, s.s. leikföngum, smádóti og lyfjum. Taka ber allt úr umferð sem getur skapað hættu fyrir börn. Æskilegt er að leikskólar setji sér reglur varðandi leikföng og annað sem kemur af heimilum barna. Trampólín Mikilvægt er að lesa vel og geyma leiðbeiningar um rétta notkun trampólína innandyra. Trampólín eru framleidd fyrir mismunandi aldur barna. Ekki er æskilegt að börn á öðrum aldri en fram er tekið í leiðbeiningum framleiðanda noti trampólínið. Trampólín á að vera stöðugt (góðir traustir gúmmítappar undir þeim, ef þeir losna eða eyðileggjast þarf að laga þá strax). Gormar eiga að vera stífir. Ef þeir eru farnir að losna og verða slappir þarf að laga þá eða skipta þeim út fyrir nýja. Mjúkur kantur á að vera utan um gormana. Ef hann fer að slitna þarf að skipta honum út fyrir nýjan. Dúkurinn á að vera heill. Ef komið er á hann gat eða hann byrjaður að trosna þarf að skipta honum út strax. Ef hægt er að leggja trampólín saman þarf að tryggja að festingar séu traustar. Ef trampólín bilar eða brotnar þarf að laga það strax. Holukubbar Holukubbar eru þungir trékubbar sem eru ætlaðir fyrir skapandi leik. Börn ættu aldrei að vera ein að leik með holukubba sökum þess hve þungir þeir eru. Kubbarnir hafa valdið slysum þegar þeir hafa fallið á fætur eða höfuð barna. Mikilvægt er að kenna börnum rétta umgengni með kubbana, bæði í leik og við frágang þeirra. Byggingar úr holukubbum ættu aldrei að vera hærri en í axlarhæð barna. Gæta skal þess að undirlag undir kubbunum sé til þess gert að draga úr hávaða sem kubbarnir valda. Námsumhverfi úti Almennt öryggi á lóðum og eftirlit með börnum Mengun Við vissar kringumstæður fer mengun yfir heilsufarsmörk. Mikilvægt er að starfsmenn leikskóla kynni sér loftgæðin áður en börnin fara út að leika sér. Hægt er að nálgast upplýsingar um mengun á loftgæði.is og vef Veðurstofunnar Kal og ofkæling barna Mikilvægt er að átta sig á því að leikskólabörn þola síður kulda en eldri börn og því yngra sem barnið er, því viðkvæmara er það fyrir kuldanum. Allra yngstu börnin hreyfa sig síðar og það gerir að verkum að þau kólna fyrr niður. Húðin er þunn fyrstu árin og mun viðkvæmari en húð fullorðinna. Þegar meta á hitastigið skal vindstyrkur tekinn með í reikninginn. Börnum hættir til að kólna niður og hljóta kal þó að ekki sé mikið frost ef það er mikill vindur. Starfsmenn leikskóla verða því að meta út frá aðstæðum hverju sinni hvort óhætt sé að börnin fari út. Hægt er að nálgast upplýsingar á vef Veðurstofu Íslands: vedur.is Börn þurfa að vera rétt klædd í nokkur lög af fötum. Passa þarf vel hendur, fætur og höfuð og að þau séu ekki í blautum fötum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=