Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 26 | • Allur búnaður sem notaður er, s.s. hringir og boltar, á að hafa upprunalegar leiðbeiningar frá framleiðanda um rétta notkun. Mikilvægt er að búnaðurinn hæfi aldri. Einnig er mikilvægt að leiðbeiningar um viðhald búnaðar séu virtar. • Sippubönd og önnur bönd geta valdið alvarlegum slysum og því mega börn aldrei vera eftirlitslaus þegar þau eru að leik með sippubönd eða önnur bönd. • Rólur, kaðlar og hringir eru tæki sem krefjast virks eftirlits með börnum og þess skal sérstaklega gætt að notaðar séu falldýnur undir tækin meðan á notkun stendur. Námsgögn og leikföng Við val á leikföngum verður að hafa í huga að þau hæfi aldri og þroska þeirra barna sem munu nota þau. Mikilvægt er að skoða viðvörunarmerkingar vel og fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja leikfanginu. Leikföng/leiktæki skulu uppfylla kröfur reglugerðar um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 944/2014 Starfsfólk leikskóla skal framkvæma reglubundið eftirlit með leikfangi/leiktæki samkvæmt gátlista sem leikskólinn útbýr. Skemmd leikföng skal taka úr umferð. CE-merkingar Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14 ára eiga að vera CE-merkt. CE-merking vöru gefur til kynna að varan uppfylli þær lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. CE-merkið er ekki öryggis- eða gæðastimpill heldur til staðfestingar á því að leikfangið uppfylli allar skilgreindar kröfur sem gerðar eru til framleiðslunnar samkvæmt CE-staðli. Leikföng fyrir 0–3 ára Leikföng sem kunna að vera hættuleg börnum yngri en þriggja ára (36 mánaða) skulu vera með viðvörun þar að lútandi ásamt ábendingu um hættuna sem viðvörunin lýtur sérstaklega að og upplýsingum um hvernig eigi að bregðast við þeirri hættu. Aldursviðvörunarmerking á að vera á leikfanginu sjálfu eða á umbúðum þess og ætti merkingin að vera myndræn (sjá mynd hér að neðan) eða í textaformi, t.d.: Viðvörun! Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára! Þetta merki má sjá á leikföngum og á umbúðum leikfanga sem ekki eru við hæfi barna yngri en þriggja ára. Leikfanginu fylgja smáhlutir sem geta valdið köfnunarhættu ef þeir lenda í munni barns.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=