Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 24 | tólum að börn geti ekki skaðast af þeim. Tæki á borð við eldavélar geta hitnað mikið að utan þannig að börn geta brennt sig alvarlega. Eiturefni og eitraðar plöntur Öll eiturefni og önnur hættuleg efni eiga að vera í læstri geymslu og ganga þarf þannig frá að börn hafi ekki aðgang að þeim. Tryggja þarf að börn komist ekki í handspritt. Mikilvægt er að starfsfólk þekki varnaðarmerkingar á umbúðum. Ef plöntur eru í leikskólanum ber að ganga úr skugga um að þær séu ekki eitraðar. Hér má finna lista yfir eitraðar plöntur. Rafmagnsöryggi Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 skulu vera lekastraumsrofar (lekaleiðar) í öllum byggingum. Lekastraumsrofi er öryggisbúnaður sem kemur í veg fyrir rafmagnsslys. Rík krafa er gerð til rafmagnstækja og öryggis þeirra. Ef tækin brotna eða rafmagnssnúrur þeirra trosna er mikilvægt að slíkt sé lagað. Flestar innstungur eru með öryggislæsingu sem kemur í veg fyrir að börn geti stungið hlutum inn í þær og komist þannig í snertingu við rafmagn. Slíkar innstungur þurfa ekki frekari öryggisbúnað. Öll fjöltengi þurfa að uppfylla nýjustu kröfur um öryggi og því skal skipta öllum fjöltengjum út sem ekki uppfylla þessar kröfur. Nýju kröfurnar innibera að öll fjöltengi skulu vera með innbyggða barnalæsingu til að koma í veg fyrir að börn skaði sig á þeim. Fjöltengi geta verið varasöm. Ekki má nota brotin fjöltengi eða fjöltengi þar sem rafmagnssnúran eða klóin er farin að skemmast. Kerti og eldfim efni Fara skal þannig með eld, eldfim efni og önnur hættuleg efni að sem allra minnst hætta sé á því að eldsvoði eða tjón af völdum mengunar geti hlotist af þeim. Æskilegt er að banna alla notkun kerta í skólum. Öll umgengni við opinn eld skal vera varfærnisleg og ekki skal skilja logandi kerti eftir eftirlitslaust eða á meðan starfsmaður víkur frá. Kveikjara og eldspýtur skal geyma í læstum hirslum. Ilmefni Ilmefni, t.d. ilmstrá í vökvaflösku, eða annan búnað sem framleiðir ilm í rýmum skal ekki nota í leikskólum. Börn eru með mjög viðkvæm lungu og geta þessi efni ert lungu þeirra og valdið þeim skaða með tímanum. Börn með astma eru sérstaklega viðkvæm fyrir sterkum lyktum og því skal forðast að hafa þær í leikskólum. Svefnaðstaða barna yngri en 18 mánaða Öruggt rými skal vera innan dyra fyrir börnin að sofa í yfir daginn. Barnavagnar og kerrur uppfylla ekki ströngustu kröfur um öryggi í svefnumhverfi þeirra. Börn yngri en 18 mánaða eiga að sofa á viðurkenndum dýnum til að tryggja öryggi þeirra. Það er í lagi að láta börnin sofa á gólfinu. Öruggast er að rýmið sé laust við húsgögn og aðra hluti sem barnið getur slasað sig á. Gæta þarf að þrífa gólfið daglega eftir notkun á þeim dögum sem starfsemi er í gangi. Börnin sofa á dýnum á gólfi. Dýnur verða að standast gildandi staðal EN 16890. Á dýnum skal vera lak sem passar og er framleitt fyrir þessa tilteknu dýnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=