Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 23 | Stigar og tröppur Mikilvægt er að setja barnheld öryggishlið efst og neðst þar sem stigar eru í rými sem börn hafa aðgang að. Bil á milli rimla má ekki vera meira en 89 mm. Það sama gildir um bil á milli gólfa og handriða. Opið í opnum þrepum má ekki vera meira en 89 mm. Ef nota á hefðbundið öryggishlið í leikskólabyggingum skal það standast staðalinn EN 1930. Mikilvægt er að kaupa rétt hlið, þar sem sum hlið má einungis nota í hurðaropum eða neðst niðri í stigaopum. Ef öryggishlið sem framleitt er fyrir þessa notkun er notað efst í stigaopum getur það valdið mikilli fallhættu þegar gengið er í gegnum það niður tröppurnar. Því er mikilvægt að nota ávallt hlið fyrir efra stigaopið sem framleitt er fyrir á notkun. Gæta þarf að því að þrep séu ekki hál. Gæta þarf vel að því að ekki sé notað bón sem skapar hálku eða sápur og rykmoppur sem innihalda mikla olíu. Handrið eiga að vera fyrir börn jafnt sem fullorðna. Lágmarkshæð handriða er 120 cm. Handrið eiga að vera með lóðréttum pílum til að hindra klifur. Hringlaga stigar eru óhentugir í byggingum þar sem börn dvelja. Salerni, handlaugar og skiptiborðsaðstaða Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 eiga salerni og handlaugar að vera við hæfi barna. Setur á salernum í leikskólum eiga að vera léttar, sem og lok. Á salernum barna eru oft lág skilrúm með hurðum. Ganga þarf frá hurðum á þann hátt að börn geti ekki klemmt sig. Til að koma í veg fyrir klemmuslys er hægt að hafa bil, sem má ekki vera minna en 8 mm og ekki meira en 25 mm. Þar sem handlaugar barna eru háar er nauðsynlegt að börn hafi stöðugan pall til að standa á þegar þau þvo sér. Skiptiborð eiga að vera staðsett þannig að börn geti ekki náð til hættulegra hluta. Gæta þarf að því að skiptiborð séu traust og stöðug. Öruggt skiptiborð hefur að lágmarki 10 cm kant til að koma í veg fyrir að barn detti fram af því. Ef notuð er plastdýna (skiptiborðsdýna) ber að skipta henni út ef hún er farin að rifna, þar sem hætta er á að barn komist í svampinn innan í henni og kafni. Þar sem tröppur eru upp á skiptiborð þarf að tryggja að börn komist ekki í þær án eftirlits. Speglar og myndir Allir speglar í leikskólum skulu vera festir á ramma en ekki klemmur. Speglar eiga að vera úr óbrjótanlegu gleri eða límdir á spjald þannig að ef þeir brotni komi í þá sprunga en glerbrotin frá þeim detti ekki yfir börnin. Einnig er til öryggisplast sem hægt er að líma á spegla þannig að ef þeir brotni haldist glerbrotin föst við plastið og falli ekki yfir börnin. Þegar myndarammar eru hafðir í leikskólum skulu þeir ekki vera með gleri. Einungis skal nota myndaramma með plasti í stað glers. Gæta þarf þess að myndarammar séu festir við vegg til að koma í veg fyrir að þeir geti fallið á börnin í leik. Eldhús Í eldhúsum er mikið af hættulegum hlutum, s.s. ýmis tæki til matreiðslu, beittir hnífar, skæri, plastfilmur og pokar, og því þarf að vera hægt að loka eldhúsinu. Í leikskólum þar sem opið er inn í eldhús eða börn eiga þangað erindi vegna náms síns á að ganga þannig frá tækjum og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=