| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 22 | Þurrkskápar eiga að vera festir við vegg, sérstaklega á jarðskjálftasvæðum, þar sem skáparnir eru þungir og geta veitt börnum og starfsfólki alvarlega áverka. Gæta þarf að því að rafmagnssnúrur þurrkskápa liggi ekki niðri við gólf á gönguleiðum. Ef rafmagnssnúra úr þurrkskáp er á gönguleið þarf að koma henni þannig fyrir að hún valdi ekki falli. Bekkir Öruggast er að bekkir séu festir við gólf til að koma í veg fyrir að þeir falli yfir fætur barna. Mikilvægt er að gæta þess að ekki myndist hættulegt bil á milli veggjar og bekkjar. Mesti þunginn í bekkjum er að ofan en það gerir þá oft og tíðum valta. Opnanleg fög á gluggum Mikilvægt er að opnanleg fög sem eru í hæð barna séu með öryggislæsingu. Öryggislæsingin verður að vera stillt með þeim hætti að gluggaopið sé ekki meira en 9 cm. Mikilvægt er að öryggislæsingin standist staðalinn EN12209. Velja þarf stormjárn sem ekki eru hættuleg börnum. Varast ber stormjárn með skörpum brúnum. Í sumum byggingum eru gluggar notaðir sem neyðarútgangar. Opnanlegu fögin á þeim eru stór og verða að hafa læsingu sem auðvelt er að opna ef koma þarf fólki út úr brennandi húsi. Vandamálið við þessa neyðarútganga/glugga er að börn eiga oft auðvelt með að opna læsingarnar og því er ákveðin hætta á að þau fari eða detti út. Gæta þarf þess að bæði öryggissjónarmiðin séu gildandi í slíkum gluggum, þ.e. að notuð sé læsing sem auðvelt er að opna en að hún sé þannig úr garði gerð að yngri börn geti ekki opnað hana. Í byggingum með gluggum sem ná niður á gólf og þar sem aðgengi barna að þeim er auðvelt skal setja öryggisgler. Gluggakistur Ganga þarf frá gluggakistum þannig að börn geti ekki fest fætur í þeim. Í mörgum eldri húsum eru gluggakistur mjög djúpar og oft er haft bil frá vegg að gluggakistu til að hiti komist upp. Bilið má ekki vera meira en sem nemur 25 mm. Gardínubönd Gardínubönd geta vafist um háls barna. Ganga skal frá gardínuböndum og snúrum þannig að ekki skapist hætta fyrir börn, til dæmis með því að ganga frá snúrum upp á snúrustytti sem festa þarf ofarlega í gluggakarminn. Perlukeðjur er einnig hægt að setja upp á öryggishjól sem fest er á gluggakarminn að innanverðu. Miðstöðvarofnar, rafmagnsofnar, blöndunartæki og heitt vatn Heitir miðstöðvarofnar og heitt vatn geta valdið alvarlegum brunaslysum hjá börnum. Mikilvægt er að byggja utan um ofna eða hafa frágang á þann hátt að ekki hljótist slys af. Lagnir sem eru utanáliggjandi og flytja heitt vatn þarf að hylja þannig að börn geti ekki brennt sig á þeim. Rafmagnsofnar eru hættumeiri en hefðbundnir miðstöðvarofnar, af þeim getur stafað eldhætta og því skal styðjast við leiðbeiningar framleiðenda þeirra ef það þarf að hylja þá. Einnig þarf að gæta þess að staðsetja ekki húsgögn eða annan búnað of nálægt þeim. Hitastýrð blöndunartæki, með hámark 38°C heitu vatni, eiga að vera á öllum handlaugum í leikskólum og í sturtum/handsturtum til að koma í veg fyrir að börn brenni sig á heitu vatni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=