| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 19 | 5. Öryggi í námsumhverfi Mikilvægt er að starfsfólk leikskóla sé meðvitað um þá hættu sem getur steðjað að börnum í nánasta umhverfi, s.s. af tækjum og tólum, og sjái fyrir þær hættur sem hugsanlega geta komið upp. Fyrirbyggjandi aðgerðir Ganga þarf úr skugga um að ekki leynist hættur í umhverfi barna sem geta valdið þeim alvarlegum slysum og því er mikilvægt að allt umhverfið sé eins öruggt og hægt er. Æskilegt er að búið sé að fyrirbyggja eins mikið af hættum og hægt er og gera áhættumat. Starfsfólk Meta þarf hverju sinni hversu margir starfsmenn þurfa að vera til staðar í leikrými innan dyra. Ef starfsfólk þarf að bregða sér frá er mikilvægt að annað starfsfólk sé látið vita. Það hefur komið fyrir að slys hafi orðið í leikskóla og enginn starfsmaður verið á svæðinu. Þessum slysum hefði mögulega verið hægt að afstýra hefði starfsmaður verið til staðar. Hljóðvist Hávaði hefur ekki einungis áhrif á heyrn og nám. Þekkt er að hávaði veldur streitu og getur haft aðrar neikvæðar afleiðingar á andlega og líkamlega líðan barna. Til að meta áhrif hávaða á nám og líðan nemenda í skólum er mikilvægt að við reglulegar kannanir sé spurt sérstaklega út í hljóðvist og vinnuaðstæður barna. Mikilvægt er að mælingar séu miðaðar við börn og unglinga og taki sérstakt tillit til heyrnar- og hljóðnæmni þeirra, sem og þeirrar starfsemi sem fram fer í skólanum. Mikilvægt er að miðað sé við þau skilyrði sem þarf til þess að börn geti tileinkað sér nám. Ekki er nóg að miða við þau mörk hávaða sem beinlínis skemma heyrn. Mikilvægt er að allur búnaður sé keyptur með góða hljóðvist í huga. Á vef Umhverfisstofnunar eru leiðbeiningar um hljóðvistarkröfur í umhverfi barna þar sem meðal annars má finna góð ráð gegn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=