Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 16 | Nauðsynlegar grunnupplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda • Nafn barns • Kennitala barns • Ofnæmi,/ óþol nauðsynlegt að skrá öll þekkt ofnæmi og óþols • Greindir sjúkdómar, mikilvægt að skrá heiti sjúkdóms og læknis sem annast barnið • Tekur barnið lyf að staðaldri, mikilvægt að skrá heiti lyfs, magn og tímasetningu inntöku • Nöfn forráðamanna/forsjáraðila, heimilisfang, heimasími, farsími, vinnusími og vinnustaður (nauðsynlegt að skrá heiti hans, deild ef um stóran vinnustað er að ræða og heimilisfang) • Nafn á þeim sem hægt er að hafa samband við ef ekki næst í forráðamenn/forsjáraðila, heimilisfang, heimanúmer, farsími, vinnusími og vinnustaður • Taka þarf fram ef forráðamenn/forsjáraðilar eiga erfitt með að skilja eða tala íslensku og tilgreina þá móðurmál þeirra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=