Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 13 | • Þegar nýir starfsmenn hefja störf í leikskólanum er mikilvægt að þeim sé gefið tækifæri til að sækja námskeið í slysavörnum og skyndihjálp leikskólabarna eins fljótt og auðið er. • Leikskólastjóri á að hafa yfirlit yfir alla starfsmenn sem hafa lokið skyndihjálparnámskeiði. Bent er á að gott er að halda yfirlit yfir þá starfsmenn sem hafa farið á slysavarnanámskeið í öryggishandbók leikskólans. Allt starfsfólk leikskóla ber ábyrgð á börnum meðan þau eru í leikskólanum og verður að grípa inn í ef barn sýnir af sér hegðun sem getur leitt til slysa. Starfsfólk þarf að vera meðvitað um hvaða hættur geta leynst í leikskólum og umhverfi þeirra. Einnig á starfsfólk að sýna þá ábyrgð að taka strax úr umferð ónýt leikföng og bilaða hluti sem leitt geta til slysa við notkun. Nauðsynlegt er að skrá börn þegar þau koma í leikskólann og þegar þau fara heim til að tryggja að starfsmenn hafi ávallt yfirlit yfir réttan fjölda barna í leikskólanum. Eðlilegt er að leikskólinn setji sér verklag varðandi það ef annar aðili en forsjáraðili sækir barnið. Fræðsla starfsfólks um öryggismál Öryggi barna í leikskólum á að vera forgangsmál. Það er því mikilvægt að allir starfsmenn fái þjálfun í öryggismálum. Mikilvægt er að þjálfun í öryggismálum byrji um leið og starfsmenn taka til starfa og að því sé fylgt eftir að þeir öðlist færni í öryggismálum. Meðal þess sem þarf að hafa í huga fyrir alla starfsmenn: Námskeið um slysavarnir og skyndihjálp annað hvert ár til að starfsmenn geti endurnýjað skyndihjálparréttindi sín • Árleg könnun á kunnáttu og þekkingu starfsmanna í öryggismálum og viðbrögðum skólans við slysum, bruna og annarri vá. • Regluleg þjálfun starfsmanna í viðbragðsáætlunum og öryggisferlum skólans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=