Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 2 | Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum ISBN 978-9979-0-2893-2 © 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið 1. útgáfa ágúst 2014 2. útgáfa ágúst 2024 Uppfærð ágúst 2015 Uppfærð mars 2018 Uppfærð maí 2021 Uppfærð og endurskoðuð ágúst 2024 Útgefandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið Umsjón: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 1. Öryggishandbók leikskóla 3 2. Velferð og vellíðan barna í leikskóla . . . 5 3. Rafrænt öryggi leikskólabarna 11 4. Slysavarnir og líkamlegt öryggi 12 5. Öryggi í námsumhverfi 19 6. Eftirlit . . . . . . . . . . . . . . . 35 7. Öryggi í ferðum á vegum leikskóla . . . 38 8. Slys . . . . . . . . . . . . . . . . 40 9. Almannavarnir og eldvarnir 49 10. Viðaukar 52 11. Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um leikskóla . . . . . . . . . . 71 Efnisyfirlit
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 3 | 1. Öryggishandbók leikskóla Handbókin er unnin í samvinnu mennta- og barnamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Herdísar Storgaard og Þorláks Helga Þorlákssonar með stoð í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009. Í reglugerðinni segir að sveitarstjórn skuli útbúa handbók fyrir starfsfólk leikskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í leikskólum. Leiðbeiningar þessar skulu grundvallaðar á gildandi lögum og reglugerðum um öryggis-, skipulags- og byggingarmál og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir leikskóla, sbr. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Leiðbeiningar þessar skulu staðfestar af sveitarstjórn, sem jafnframt skal sjá um að þær séu aðgengilegar almenningi á heimasíðu skólans eða sveitarfélagsins eða með öðrum hætti og kynntar í skólasamfélaginu. Sambandi íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneyti ber að móta leiðbeiningar um gerð slíkrar handbókar. Handbókin er mun ítarlegri en reglugerðin segir til um og er það gert til að auðvelda sveitarfélögum og skólum að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar. Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í leikskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir leikskóla. Handbókina má nýta í heild sinni eða nýta þá þætti sem henta hverju sinni. Mikilvægt er að í öryggishandbók fyrir starfsfólk leikskóla sé tæpt á öllum þeim þáttum sem koma fram í handbók þessari. Handbókin er fyrst og fremst ætluð sem uppflettirit til að auðvelda notendum að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um leikskólann og umhverfi hans. Uppsetningu handbókarinnar er ætlað að auðvelda notendum að finna upplýsingar um hina mismunandi þætti sem taka á velferð og öryggi leikskólabarna. Markmiðið með handbókinni er að setja fram á aðgengilegan hátt upplýsingar um þá þætti sem huga þarf að í daglegum rekstri og starfi leikskóla. Handbókinni er skipt í 11 meginkafla en hverjum meginkafla er síðan skipt í undirkafla til að auðvelda leit að sértækum þáttum. Meginkaflar handbókarinnar eru: Öryggishandbók leikskóla – inngangur Velferð barna og ungmenna Netöryggi Slysavarnir og líkamlegt öryggi Öryggi í námsumhverfi Eftirlit Öryggi í ferðum á vegum leikskóla Slys Almannavarnir og eldvarnir Áhugavert lesefni og viðaukar Lög, reglugerðir og námskrár sem gilda um leikskóla
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 4 | Handbókinni er ætlað að vera rammi um sameiginlega vinnu allra í skólasamfélaginu að velferð nemenda og byggir á efni sem Herdís Storgaard og Þorlákur Helgason unnu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2014. Ráðuneytið hefur falið Miðstöð menntunar og skólaþjónustu umsjón, vistun og uppfærslu handbókanna fyrir leikskóla og grunnskóla. Aðrir haghafar sem komið að endurskoðun og uppfærslu 2024 eru Samgöngustofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og Landlæknisembættið.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 5 | 2. Velferð og vellíðan barna í leikskóla Réttindi barna til verndar og umönnunar eru til umfjöllunar í ýmsum lögum, reglugerðum og samþykktum hér á landi. Sem dæmi má nefna aðalnámskrá leikskóla, barnalög, barnaverndarlög, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lög um leikskóla. Hér verður lögð áhersla á að fara yfir praktíska þætti er varða öryggi en lesendur eru hvattir til þess að kynna sér ítarefni eftir þörfum. Á Íslandi fara flest börn í leikskóla og því er mikilvægt að umhverfi og aðstæður í leikskólanum tryggi farsæld barna og að börn geti þar dafnað í daglegu lífi og leik. Í lögum um leikskóla, nr. 90/2008 segir að meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla séu að: 1. fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra 2. veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku 3. hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar 4. stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra 5. leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun 6. rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 6 | Á grundvelli þessara markmiða hafa verið settir fram grunnþættir menntunar, sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Til þess að hægt sé að vinna út frá markmiðum laganna, aðalnámskrá leikskóla og grunnþáttum menntunar verður að tryggja öryggi barna í leikskólum, bæði með slysavörnum og ofbeldisforvörnum. Í janúar 2022 tóku ný lög gildi sem styðja við farsæld barna með stigskipta þjónustu að leiðarljósi. Mælt er með að málefni sem tengjast öryggi, velferð og farsæld barna séu samtvinnuð við heilsustefnu og/eða skólanámskrá leikskólans svo að vinnan verði markviss og öllum aðgengileg. Samstarf við foreldra og fjölskyldur barna í leikskóla skiptir miklu máli, ekki síst þegar kemur að öryggi. Þannig getur bæði líkamlegur þroski barns haft áhrif á getu þess í leikskólanum og eins getur slakur málþroski dregið úr samskiptagetu barns. Þá er mikilvægt að forráðamenn/forsjáraðilar og starfsfólk leikskóla geti átt uppbyggilegar umræður og skipst á upplýsingum til þess að geta veitt barninu þann stuðning sem hentar því best. Þá þarf upplýsingaflæði að vera í báðar áttir, þar sem forsjáraðilar láta leikskólann vita ef breytingar verða á högum barnsins sem geta haft áhrif á hegðun þess og líðan, og eins að starfsfólk láti foreldra vita ef upp koma mál í leikskólanum eða ef hegðun barns í leikskóla breytist. Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 ber sveitarfélögum að veita leikskólabörnum þá sérfræðiþjónustu sem er þeim nauðsynleg og því er mikilvægt að leikskólum sé veittur stuðningur til þess að fylgja því eftir. Sú sérfræðiþjónusta felur annars vegar í sér stuðning við leikskólabörnin sjálf og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðning við starfsemi og starfsfólk leikskólans. Skólaþjónusta er ólík milli sveitarfélaga en samstarf við ólíkar stofnanir og svið sem koma að málefnum barna er nauðsynlegt og mikilvægt að muna að saman berum við ábyrgð á velferð barna. Réttur barna og tilkynningarskylda til barnaverndarþjónustu Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmálinn) var staðfestur hér á landi árið 2013 og er þar með orðinn að lögum. Í Barnasáttmálanum er farið yfir þau réttindi sem börn njóta sérstaklega, þar með talið að þau njóti sérstakrar verndar bæði foreldra sinna
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 7 | og stjórnvalda, að börn eigi rétt á að tjá skoðanir sínar og að stjórnvöld eigi að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau. Sérstaklega er fjallað um réttindi fatlaðra barna og er mikilvægt í leikskólum að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti verið virkir þátttakendur í leikskólanum eins og annars staðar. Mikilvægt er að fólk sem starfar með börnum og ungmennum sé meðvitað um sérstök réttindi barna og taki það alvarlega að standa vörð um þau réttindi. Til er þó nokkuð af námsefni um Barnasáttmálann sem leikskólar geta nýtt sér. Mikill samhljómur er með Barnasáttmálanum og öðrum íslenskum lögum sem varða börn. Samkvæmt barnalögum, nr. 76/2003 á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 8 | Í barnaverndarlögum, nr. 80/2002 stendur að hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi, eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu sé skylt að gera barnaverndarþjónustu viðvart samkvæmt 17. gr. Barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, þroskaþjálfum og öllum öðrum sem koma að málefnum barna í skólasamfélaginu skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna og gera barnaverndarþjónustu viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu óviðunandi. Tilkynningarskylda samkvæmt barnaverndarlögum gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Á vef Barna- og fjölskyldustofu má finna verklagsreglur og vinnulag, þar með taldar verklagsreglur skóla- og heilbrigðisstarfsfólks. Heilsuefling og forvarnir í leikskólum Í stuttu máli má segja að með forvörnum séum við að vinna að því að koma í veg fyrir að eitthvað gerist, til dæmis að barn verði fyrir slysi eða ofbeldi. Með heilsueflingu erum við að vinna að ákveðnu markmiði, það getur til dæmis verið að borða hollan mat til þess að líða vel og braggast. Hins vegar er þetta ekki klippt og skorið, og þannig er til dæmis heilsueflingarvinna sem felst í að kenna félags- og tilfinningafærni sem forvörn gegn ofbeldi. Þá er hreyfing í sjálfu sér heilsueflandi en getur líka verið forvörn gegn ýmsum líkamlegum og andlegum einkennum. Þess vegna er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að heilsueflingu og forvörnum á heildrænan hátt.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 9 | Íslenskir leikskólar eru í eðli sínu heilsueflandi, í starfi þeirra er lögð áhersla á nám í gegnum leik, samveru og samskipti, útiveru, hollt mataræði og hreyfingu svo að nokkur atriði séu nefnd. Embætti landlæknis býður leikskólum að skrá sig í Heilsueflandi leikskóla, þar sem þeir fá aðgang að eigin heimasvæði á heilsueflandi. is þar sem þeir geta haldið markvisst utan um heilsueflingarstarf sitt með útfyllingu sérstakra gátlista. Þátttaka er leikskólum að kostnaðarlausu og geta þeir sótt um á vef embættisins: https://island.is/ heilsueflandi-leikskoli Ofbeldisforvarnir í leikskólum Þegar unnið er að ofbeldisforvörnum í leikskólum er mikilvægt að það sé gert á heildrænan máta. Stundum hefur áherslan verið of mikil á kennslu og fræðslu um ofbeldi. Slík kennsla getur verið gagnleg en mikilvægt er að horfa einnig til þess að skapa aðstæður þar sem börn verða ekki fyrir ofbeldi. Þá er átt við að starfsfólk bregðist við á samræmdan hátt þegar mál koma upp í leikskólanum, að félags- og tilfinningafærni sé kennd markvisst, að eftirlit með börnum sé nógu þétt til að hægt sé að bregðast hratt við ef eitthvað fer úrskeiðis í samskiptum milli barna, að skýrir ferlar séu um tilkynningar til barnaverndarþjónustu og að starfsfólk fái kennslu um fjölbreytileika og geti því gengið á undan með góðu fordæmi í samskiptum. Í 28. grein Barnasáttmálans, sem fjallar um aðgang að menntun, er sérstaklega nefnt að aldrei má beita barn ofbeldi eða niðurlægja það, svo sem vegna brota á skólareglum. Með þetta í huga verður að vera þekking meðal starfsfólks um hvernig er hægt að taka á ofbeldi gegn ungum börnum án þess að beita refsandi aðferðum sem skila ekki árangri. Í þingsályktun frá 2020 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni kemur meðal annars fram að allt starfsfólk leikskóla skuli taka netnámskeið sem Barnahús hefur gefið út. Eins er fjallað um að skólaskrifstofur miðli þekkingu og
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 10 | veiti leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum stuðning til að tryggja að forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði samþættar skólastarfi, einkum í kennslu, og að starfsfólk hljóti fræðslu. Skólaskrifstofur eiga að tryggja að forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni verði markviss þáttur í skólastefnu sveitarfélaga og í forvarnastefnu hvers skóla um sig. Til að mæta þessum kröfum hefur verið opnuð vefgátt með náms- og fræðsluefni fyrir starfsfólk og nemendur á stoppofbeldi.namsefni.is en að auki hefur einnig verið þróað og þýtt náms- og fræðsluefni sem ætlað er að fræða leikskólabörn um kynferðislegt ofbeldi, að slíkt sé aldrei þeim sjálfum að kenna og að það sé gagnlegt að segja einhverjum fullorðnum frá sem þau treysta. Þá er mikilvægt að starfsfólk þekki einkenni ofbeldis hjá börnum og inn á vefgáttinni StoppOfbeldi er einnig að finna örnámskeið um einkenni ofbeldis hjá börnum á leikskólaaldri, tilkynningarskyldu starfsfólks og ferli mála. Þá er gott að hafa í huga að einkenni ofbeldis birtast ekki eins hjá öllum börnum og geta aðrir þættir haft áhrif. Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 11 | 3. Rafrænt öryggi leikskólabarna SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) og samtökin Heimili og skóli hafa í samvinnu við mennta- og menntamálaráðuneytið tekið saman almenn viðmið um birtingu myndefnis, meðferð upplýsinga um börn á netinu og notkun samfélagsmiðla. Viðmiðin gilda einkum um heimasíður skóla, íþróttafélaga og annarra sem koma að æskulýðs- og tómstundastarfi. Hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti í gegnum ábendingahnapp Barnaheilla. Á heilsuveru.is er að finna leiðbeiningar varðandi skjáviðmið fyrir börn. Vefur um miðlalæsi: https://midlalaesi.is/
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 12 | 4. Slysavarnir og líkamlegt öryggi Þessi hluti handbókarinnar á við um leikskóla og er stuðst við lög, reglugerðir og aðalnámskrá. Handbókinni er meðal annars ætlað að vera leiðarvísir fyrir leikskóla við gerð neyðaráætlana. Í lögum um landlækni nr. 41/2007 segir að hann skuli, í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur, skipuleggja og halda skrár á landsvísu um heilsufar, sjúkdóma, slys, lyfjaávísanir, fæðingar og starfsemi og árangur heilbrigðisþjónustunnar. Formleg skráning í Slysaskrá Íslands hófst 1. október 2001. Í hana hafa verið skráðar staðlaðar lágmarksupplýsingar um slys, slasaða einstaklinga og eignatjón. Finna má tölur um fjölda slasaðra eftir aldri og kyni á vefsíðu Embættis landlæknis. Þar sem slysaskráin reyndist ekki nógu vel hefur verið ráðist í endursmíði hennar og endurskoðun á slysaskráningu. Á meðan sú vinna stendur yfir er gert hlé á skráningu slysa í miðlægan gagnagrunn. Vonir standa til að vinnunni ljúki á næstu misserum. Eldri tölur benda til þess að alvarlegustu slysin hér á landi verði á eða við heimili barna. Má þar nefna að alvarlegustu brunaslysin verða á eða við heimili barna á leikskólaaldri. Forvarnir og fræðsla Allt starfsfólk leikskóla (bæði fastráðnir og lausráðnir) þarf að kunna skyndihjálp leikskólabarna og viðhalda þeirri þekkingu með því að fara yfir og æfa reglulega viðbrögð við slysum og vá. Mikilvægt er að allir starfsmenn leikskólans kunni að bregðast við slysi á fumlausan hátt og er það á ábyrgð leikskólastjóra að svo sé. Hann ætti einnig að sjá til þess að haldið sé námskeið í slysavörnum og skyndihjálp leikskólabarna annað hvert ár þar sem starfsmenn endurnýja skyndihjálparréttindi sín. Þeir sem halda slysavarnanámskeið fyrir starfsmenn leikskóla skulu hafa til þess bæra þekkingu og reynslu. Einnig er mikilvægt að starfsmenn leikskóla æfi reglulega viðbrögð við mismunandi slysum.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 13 | • Þegar nýir starfsmenn hefja störf í leikskólanum er mikilvægt að þeim sé gefið tækifæri til að sækja námskeið í slysavörnum og skyndihjálp leikskólabarna eins fljótt og auðið er. • Leikskólastjóri á að hafa yfirlit yfir alla starfsmenn sem hafa lokið skyndihjálparnámskeiði. Bent er á að gott er að halda yfirlit yfir þá starfsmenn sem hafa farið á slysavarnanámskeið í öryggishandbók leikskólans. Allt starfsfólk leikskóla ber ábyrgð á börnum meðan þau eru í leikskólanum og verður að grípa inn í ef barn sýnir af sér hegðun sem getur leitt til slysa. Starfsfólk þarf að vera meðvitað um hvaða hættur geta leynst í leikskólum og umhverfi þeirra. Einnig á starfsfólk að sýna þá ábyrgð að taka strax úr umferð ónýt leikföng og bilaða hluti sem leitt geta til slysa við notkun. Nauðsynlegt er að skrá börn þegar þau koma í leikskólann og þegar þau fara heim til að tryggja að starfsmenn hafi ávallt yfirlit yfir réttan fjölda barna í leikskólanum. Eðlilegt er að leikskólinn setji sér verklag varðandi það ef annar aðili en forsjáraðili sækir barnið. Fræðsla starfsfólks um öryggismál Öryggi barna í leikskólum á að vera forgangsmál. Það er því mikilvægt að allir starfsmenn fái þjálfun í öryggismálum. Mikilvægt er að þjálfun í öryggismálum byrji um leið og starfsmenn taka til starfa og að því sé fylgt eftir að þeir öðlist færni í öryggismálum. Meðal þess sem þarf að hafa í huga fyrir alla starfsmenn: Námskeið um slysavarnir og skyndihjálp annað hvert ár til að starfsmenn geti endurnýjað skyndihjálparréttindi sín • Árleg könnun á kunnáttu og þekkingu starfsmanna í öryggismálum og viðbrögðum skólans við slysum, bruna og annarri vá. • Regluleg þjálfun starfsmanna í viðbragðsáætlunum og öryggisferlum skólans
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 14 | Fyrir nýja starfsmenn þarf sérstaklega að huga að: • Kynningu á viðbragðsáætlunum og öryggisferlum skólans • Kynningu á staðsetningu sjúkrakassa og öryggisblaða • Slysavarnanámskeiði eins fljótt og auðið er Öryggisferlar og viðbragðsáætlanir Skriflegir og virkir öryggisferlar eiga að vera í öllum leikskólum og hanga uppi á áberandi stað/ stöðum. Mikilvægt er að slíkt svæði sé tilgreint sem neyðarstöð. Allt starfsfólk á að kunna öryggisferla leikskólans og hafa auðveldan aðgang að skriflegum upplýsingum um þá. Kynna þarf verkferla viðbragðsáætlana fyrir nýju starfsfólki og afleysingastarfsfólki á fyrstu starfsdögum þess í leikskólanum. Hlutverk og ábyrgð Skilgreina þarf ábyrgð starfsfólks í starfslýsingu og hlutverk þess í viðbragðsáætlun. Allt starfsfólk á að vita hvert hlutverk þess er ef upp kemur neyðarástand. Stjórnendur öryggismála (öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður) á vinnustað eiga að tryggja öryggi barna, eigið öryggi, öryggi starfsfólks, að unnið sé eftir viðbragðsáætlunum og gerð áhættumats. Áhættumat er áhrifarík aðferð við að tryggja hámarksöryggi barna í leikskólum og ætti að byggja á skráningu leikskóla á slysum þar sem áverkar eru flokkaðir á grundvelli alvarleika. Með því móti verður matið faglegt og hægt að fyrirbyggja að alvarlegir atburðir endurtaki sig. Reglubundnar æfingar á viðbragðsáætlunum Mikilvægt er að viðbrögð við ólíkum aðstæðum, s.s. alvarlegum slysum, eldi eða náttúruvá, séu æfð reglulega. Með því að æfa mismunandi viðbragðsáætlanir reglulega verður þekking og færni starfsfólks meiri og betri. Það eykur líkur á að unnt sé að bregðast fumlaust við mismunandi aðstæðum. Mikilvægt er að leikskólastjóri feli einum starfsmanni að fylgjast með æfingunni og skrá niður hvernig gengur, þannig að ef upp koma vandamál sé skráning að æfingu lokinni sem farið er yfir, það sem miður fór er rætt og fundnar leiðir til úrbóta. Slíkt ferli er mjög lærdómsríkt og eykur öryggi starfsfólks. • Viðbragðsáætlanir vegna slyss og eldsvoða er mikilvægt að æfa tvisvar sinnum á ári. • Viðbragðsáætlun við vá er mikilvægt að æfa einu sinni á ári.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 15 | Tegundir viðbragðsáætlana Gera þarf hið minnsta þrjár tegundir neyðaráætlana sem taka mið af hættunni. Viðbrögð við slysi Viðbrögð við eldsvoða Viðbrögð við náttúruvá Meta þarf ástand hins slasaða út frá skyndihjálparþekkingu. Koma öllum út og safna saman á fyrir fram ákveðnum stað. Koma öllum í öruggt skjól og safna saman á fyrir fram ákveðnum stað. Hringja í 112 Hringja í 112 Hringja í 112 Tryggja öryggi á slysstað Nafnakall Nafnakall Veita slösuðum aðhlynningu Veita slösuðum aðhlynningu Veita slösuðum aðhlynningu Grunnupplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda Mikilvægt er að leikskólinn hafi nauðsynlegar grunnupplýsingar um þau börn sem eru í skólanum. Upplýsingarnar þurfa að vera skriflegar og geymdar á aðgengilegan hátt þar sem allt starfsfólk leikskólans veit um þær og getur nálgast þær þegar þörf krefur, t.d. þar sem sjúkrakassinn er geymdur, ásamt öðrum upplýsingum um viðbrögð við eldsvoða, slysum eða náttúruvá. Forráðamenn/forsjáraðilar bera ábyrgð á að grunnupplýsingar séu réttar. Í byrjun hvers skólaárs er mikilvægt að leikskólinn hafi frumkvæði að því að yfirfara upplýsingarnar í samráði við forráðamenn/ forsjáraðila og fái ávallt upplýsingar um breytingar. Grunnupplýsingar um barnið (bráðablaðið) eru ætlaðar til að láta fylgja barni ef hringja þarf á sjúkrabíl og starfsmaður þarf að fara með barninu í tilfelli bráðaveikinda eða alvarlegra slysa.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 16 | Nauðsynlegar grunnupplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda • Nafn barns • Kennitala barns • Ofnæmi,/ óþol nauðsynlegt að skrá öll þekkt ofnæmi og óþols • Greindir sjúkdómar, mikilvægt að skrá heiti sjúkdóms og læknis sem annast barnið • Tekur barnið lyf að staðaldri, mikilvægt að skrá heiti lyfs, magn og tímasetningu inntöku • Nöfn forráðamanna/forsjáraðila, heimilisfang, heimasími, farsími, vinnusími og vinnustaður (nauðsynlegt að skrá heiti hans, deild ef um stóran vinnustað er að ræða og heimilisfang) • Nafn á þeim sem hægt er að hafa samband við ef ekki næst í forráðamenn/forsjáraðila, heimilisfang, heimanúmer, farsími, vinnusími og vinnustaður • Taka þarf fram ef forráðamenn/forsjáraðilar eiga erfitt með að skilja eða tala íslensku og tilgreina þá móðurmál þeirra
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 17 | Sjúkrakassi Í sjúkrakassa á aðeins að vera sá búnaður sem talinn er upp í lista yfir innihald sjúkrakassa hér að neðan. Annað getur tafið starfsfólk við að finna það sem leitað er að. Allir starfsmenn leikskólans verða að kunna að nota fumlaust þann búnað sem er í sjúkrakassanum. Notkunarreglur sjúkrakassa Mikilvægt er að leikskólastjóri feli einum starfsmanni ábyrgð á sjúkrakassa. Ábyrgðarmaður sjúkrakassa sér um að í honum sé ávallt sá búnaður sem þar á að vera. Eftir notkun á sjúkrakassa þarf ábyrgðarmaður að fara yfir innihald hans. Ef einhvern búnað vantar í kassann á að gera tafarlausar úrbætur á því. Fjöldi sjúkrakassa í hverjum leikskóla fer eftir stærð og gerð húsnæðis. Mikilvægt er að sjúkrakassinn sé ávallt aðgengilegur og að allir starfsmenn viti um staðsetningu hans. • Í sjúkrakassanum á að vera listi yfir innihald. • Sjúkrakassi þarf að vera aðgengilegur og auðveldur í flutningum. • Mikilvægt er að notandi kynni sér innihald kassans og viti hvernig á að nota innihald hans. • Æskilegt er að í leikskólanum sé til fyrstu hjálpar bakpoki til að taka með í lengri vettvangsferðir. • Handþvottur er mikilvægur áður en átt er við sár. • Nota skal einnota hanska þegar blóð er meðhöndlað. • Dauðhreinsað innihald kassans hefur takmarkaðan endingartíma. Útrunnum búnaði þarf að skipta út fyrir nýjan. • Ekki geyma lyf í sjúkrakassanum. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 skulu lyf geymd í læstum hirslum. • Mikilvægt er að fara yfir kassann reglulega.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 18 | Listi yfir innihald sjúkrakassa • 1 rúlla plástur (bréfplástur, heftiplástur) • 1 lítil skæri (stálskæri) • 1 góð flísatöng (riffluð) • 1 stk. 10 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við • 1 stk. 7,5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við • 1 stk. 5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við • 1 pk. skyndiplástur 4 cm (tauplástur) • 1 pk. skyndiplástur 6 cm (tauplástur) • 1 fetill (þríhyrningur) • 5 stk. 10-30 ml saltvatn 0,9% • 5 bómullarpinnar í lokuðu plasti (plastfilmu) • 1 pk. 10x10 cm vaselíngrisja • 1 pk. 5x5 cm vaselíngrisja • 1 stk. sprauta 15 ml • 1 pk. 10x10 cm grisjur (5 stk.) • 2 pk. 10x10 cm grisjur (1 stk.) • 1 pk. 5x5 cm grisjur (5 stk.) • 2 pk. 5x5 cm grisjur (1 stk.) • 1 par af einnota latexfríum hönskum • 1 stk. einnota blástursgríma (vörn gegn smiti)
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 19 | 5. Öryggi í námsumhverfi Mikilvægt er að starfsfólk leikskóla sé meðvitað um þá hættu sem getur steðjað að börnum í nánasta umhverfi, s.s. af tækjum og tólum, og sjái fyrir þær hættur sem hugsanlega geta komið upp. Fyrirbyggjandi aðgerðir Ganga þarf úr skugga um að ekki leynist hættur í umhverfi barna sem geta valdið þeim alvarlegum slysum og því er mikilvægt að allt umhverfið sé eins öruggt og hægt er. Æskilegt er að búið sé að fyrirbyggja eins mikið af hættum og hægt er og gera áhættumat. Starfsfólk Meta þarf hverju sinni hversu margir starfsmenn þurfa að vera til staðar í leikrými innan dyra. Ef starfsfólk þarf að bregða sér frá er mikilvægt að annað starfsfólk sé látið vita. Það hefur komið fyrir að slys hafi orðið í leikskóla og enginn starfsmaður verið á svæðinu. Þessum slysum hefði mögulega verið hægt að afstýra hefði starfsmaður verið til staðar. Hljóðvist Hávaði hefur ekki einungis áhrif á heyrn og nám. Þekkt er að hávaði veldur streitu og getur haft aðrar neikvæðar afleiðingar á andlega og líkamlega líðan barna. Til að meta áhrif hávaða á nám og líðan nemenda í skólum er mikilvægt að við reglulegar kannanir sé spurt sérstaklega út í hljóðvist og vinnuaðstæður barna. Mikilvægt er að mælingar séu miðaðar við börn og unglinga og taki sérstakt tillit til heyrnar- og hljóðnæmni þeirra, sem og þeirrar starfsemi sem fram fer í skólanum. Mikilvægt er að miðað sé við þau skilyrði sem þarf til þess að börn geti tileinkað sér nám. Ekki er nóg að miða við þau mörk hávaða sem beinlínis skemma heyrn. Mikilvægt er að allur búnaður sé keyptur með góða hljóðvist í huga. Á vef Umhverfisstofnunar eru leiðbeiningar um hljóðvistarkröfur í umhverfi barna þar sem meðal annars má finna góð ráð gegn
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 20 | hávaða í umhverfi barna. Taka skal mið af viðmiðum í Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins varðandi hávaða. Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa gefið út handbókina Kennsluumhverfið – hlúum að rödd og hlustun sem nýta má við skipulagningu skólastarfs og umhverfis. Einnig er þar að finna lista yfir hagnýt ráð sem eru til þess fallin að draga úr hávaða, en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr hávaða með litlum tilkostnaði. Rödd og raddvernd Kennarar þurfa að kunna á atvinnutæki sitt, röddina, og vita hvað getur skaðað það. Rödd kennarans þarf að vera áheyrileg og geta gegnt ætlunarverki sínu, nemandinn þarf að hafa gagn af hlustun og umhverfið má ekki spilla þar fyrir. Reyndin er hins vegar sú að allt of oft vinna þessir þrír þættir – rödd, hlustun og umhverfi – illa saman. Það er mikilvægt að starfsmenn fái fræðslu um raddbeitingu, hvað geti skaðað röddina og leiðir til að koma í veg fyrir raddvandamál. Ættu skólar að huga að þeim þætti reglulega í starfsþróun sinni. Til þess mætti t.d. nota fræðslumyndband um raddvernd og ráð til að draga úr raddþreytu og bækling um raddheilsu kennara. Matmálstímar Á matmálstíma, þegar heitur matur er á borðum, er mikilvægt að hugað sé að því að nægilega margt starfsfólk sé til staðar til að tryggja megi öryggi barna. Matarvagn skal vera staðsettur það langt frá matarborðum að börn geti ekki togað matarílát yfir sig. Mikilvægt er að setja reglur um öryggi í matmálstímum til að koma í veg fyrir brunaslys. Nota skal kalt vatn í fötu/ íláti fyrir hnífapör. Ef boðið er upp á heitar súpur eða annan heitan vökva fyrir börn skal þess gætt að matur sé ekki heitari en 39° til 40°, þar sem börn undir 9 ára þola ekki hærra hitastig og geta brennt sig í munni eða á húð ef heitar súpur eða önnur matvæli hellast yfir húð þeirra. Passa þarf að matvæli hellist ekki yfir þau eða geti brennt þau á annan hátt. Heitir drykkir Heitir drykkir geta valdið alvarlegum bruna á börnum. Því ætti starfsfólk aldrei að fara með heita drykki inn í leikrými barna. Mikilvægt er að leikskólastjórar setji um þetta reglur, þar sem lífshættuleg slys hafa orðið á litlum börnum þegar heitir drykkir starfsmanna hafa hellst yfir þau. Með leikrými barna er átt við öll svæði leikskólans úti og inni sem börn hafa aðgang að. Húsgögn Alla bókaskápa, hillur og kommóður, óháð hæð, á að festa tryggilega við vegg með vinkiljárnum. Aldrei má nota húsgögn til að mynda skilrúm í rýmum. Ef mynda á skilrúm þarf að nota viðurkennd veltiprófuð skilrúm til að koma í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Öll húsgögn á hjólum geta verið varasöm, en þau eru valtari en hefðbundin húsgögn þrátt fyrir þyngd þeirra. Húsgögn á hjólum eiga einnig að vera föst við vegg með festingum sem auðvelt er að losa og festa aftur. Ef notuð eru hljómtæki eða sjónvarpstæki á slíkum vagni á að festa tækin niður á vagninn. Stólar og borð eiga að vera stöðug. Ef þau eru völt eða hlutar þeirra farnir að losna er mikilvægt að strax sé gert við þau til að koma í veg fyrir slys. Koma á í veg fyrir að hvöss horn á borðum og hillum geti skaðað börn.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 21 | Mikilvægt er að beisli séu í öllum háum stólum við matarborð og að börn noti beisli í samræmi við þroska og aldur. Til að koma í veg fyrir köfnunarslys er mikilvægt að strax sé gert við eða skipt um áklæði á svampdýnum og sessum þegar þau slitna, en börn plokka gjarnan svampinn og setja í munninn. Hurðir, hurðapumpur og klemmuvarnir Mikil klemmuhætta fylgir útidyrahurðum í leikskólum. Ganga þarf úr skugga um að hurðapumpa sé á útidyrahurð. Hurðapumpur eru gerðar fyrir mismunandi þyngd hurða og því er mikilvægt að val á hurðapumpu sé í samræmi við þyngd og gerð hurðar. Í ákveðnum vindáttum getur vindstyrkur orðið mikill; kanna þarf hver eiginlegur vindstyrkur getur orðið og taka ákvörðun með tilliti til þess um það hversu sterk hurðapumpan þarf að vera. Vindstyrkur getur verið það mikill hér á landi í vissum áttum að sterkasta hurðapumpa ræður ekki við vindfangið. Í þeim tilfellum þarf að smíða skýli eða vindfang fyrir hurðina til að hún valdi ekki slysi á börnum. Hurðapumpur hafa mismunandi hreyfigetu. Gott eftirlit og viðhald þarf að vera með hurðapumpum, þar sem þær afstillast með tímanum við mikla notkun. Rétt stillt hurðapumpa á að virka þannig að þegar hurð lokast hreyfist hún tiltölulega hratt fyrst en síðan lokist hún hægt síðustu 20-30 cm. Það er mikilvægt öryggisatriði ef hurðapumpa afstillist að hún sé lagfærð eins fljótt og hægt er. Ef nýstillt hurðapumpa afstillist fljótt þarf að kanna hvort hún henti fyrir hurðina. Klemmuvarnir eiga að vera á öllum hurðum þannig að börn geti ekki óvart stungið fingri í fals á hurð og lokað henni þannig að slys hljótist af. Til er mikið úrval af klemmuvörnum. Klemmuvarnir endast ekki endalaust; það er því mikilvægt að gert sé við þær reglulega. Endingartími klemmuvarna er oft skemmri á útidyrahurðum vegna veðurfarsáhrifa á efnið í þeim. Mikilvægt er að hurðastopparar séu settir upp fyrir ofan hurðina. Varast ber að hafa hurðastoppara við gólf. Fataherbergi Í fataherbergjum getur plássleysi skapað fallhættu ef fatnaður og ýmis búnaður sem tilheyrir börnum er hafður á gólfinu. Ef háar hillur eru fyrir ofan fatahólf barna myndast hætta á að hlutir falli á börnin þegar verið er að toga hluti niður. Hættan er sérstaklega mikil þegar um mjög þunga hluti er að ræða eins og barnabílstóla eða þungar töskur. Ef hillur eru til staðar fyrir aukabúnað barna þarf að ganga þannig frá að ekki skapist hætta á að hlutir geti fallið yfir börn. Snagar fyrir fatnað og annað verða að vera öruggir þannig að þeir geti ekki skaðað börn. Dæmi um örugga snaga eru snagar sem eru varðir og skaga ekki fram fyrir hillu. Einnig eru til plastsnagar sem eru hengdir neðan í hillur í fataherbergjum; þeir snúast þannig að ef barn dettur á þá meiðist barnið síður. Fjarlægja þarf snaga sem skapa hættu á slysi eða eignatjóni. Upplýsingatöflur Staðsetning á upplýsingatöflum í fataherbergjum eða á göngum skiptir máli þegar kemur að öryggi yngri barna. Gæta þarf þess að teiknibólur séu ekki notaðar eða litlir segulkubbar sem passa í kokhólk. Þurrkskápar Ef þurrkskápar eru staðsettir í fataherbergjum eða í herbergjum sem börn hafa auðvelt aðgengi að skal gæta þess að þeir hitni ekki mikið að utan svo að börn brenni sig ekki á þeim við snertingu. Ef skápur hitnar mikið að utan þarf að koma honum fyrir í rými sem börn hafa ekki aðgang að.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 22 | Þurrkskápar eiga að vera festir við vegg, sérstaklega á jarðskjálftasvæðum, þar sem skáparnir eru þungir og geta veitt börnum og starfsfólki alvarlega áverka. Gæta þarf að því að rafmagnssnúrur þurrkskápa liggi ekki niðri við gólf á gönguleiðum. Ef rafmagnssnúra úr þurrkskáp er á gönguleið þarf að koma henni þannig fyrir að hún valdi ekki falli. Bekkir Öruggast er að bekkir séu festir við gólf til að koma í veg fyrir að þeir falli yfir fætur barna. Mikilvægt er að gæta þess að ekki myndist hættulegt bil á milli veggjar og bekkjar. Mesti þunginn í bekkjum er að ofan en það gerir þá oft og tíðum valta. Opnanleg fög á gluggum Mikilvægt er að opnanleg fög sem eru í hæð barna séu með öryggislæsingu. Öryggislæsingin verður að vera stillt með þeim hætti að gluggaopið sé ekki meira en 9 cm. Mikilvægt er að öryggislæsingin standist staðalinn EN12209. Velja þarf stormjárn sem ekki eru hættuleg börnum. Varast ber stormjárn með skörpum brúnum. Í sumum byggingum eru gluggar notaðir sem neyðarútgangar. Opnanlegu fögin á þeim eru stór og verða að hafa læsingu sem auðvelt er að opna ef koma þarf fólki út úr brennandi húsi. Vandamálið við þessa neyðarútganga/glugga er að börn eiga oft auðvelt með að opna læsingarnar og því er ákveðin hætta á að þau fari eða detti út. Gæta þarf þess að bæði öryggissjónarmiðin séu gildandi í slíkum gluggum, þ.e. að notuð sé læsing sem auðvelt er að opna en að hún sé þannig úr garði gerð að yngri börn geti ekki opnað hana. Í byggingum með gluggum sem ná niður á gólf og þar sem aðgengi barna að þeim er auðvelt skal setja öryggisgler. Gluggakistur Ganga þarf frá gluggakistum þannig að börn geti ekki fest fætur í þeim. Í mörgum eldri húsum eru gluggakistur mjög djúpar og oft er haft bil frá vegg að gluggakistu til að hiti komist upp. Bilið má ekki vera meira en sem nemur 25 mm. Gardínubönd Gardínubönd geta vafist um háls barna. Ganga skal frá gardínuböndum og snúrum þannig að ekki skapist hætta fyrir börn, til dæmis með því að ganga frá snúrum upp á snúrustytti sem festa þarf ofarlega í gluggakarminn. Perlukeðjur er einnig hægt að setja upp á öryggishjól sem fest er á gluggakarminn að innanverðu. Miðstöðvarofnar, rafmagnsofnar, blöndunartæki og heitt vatn Heitir miðstöðvarofnar og heitt vatn geta valdið alvarlegum brunaslysum hjá börnum. Mikilvægt er að byggja utan um ofna eða hafa frágang á þann hátt að ekki hljótist slys af. Lagnir sem eru utanáliggjandi og flytja heitt vatn þarf að hylja þannig að börn geti ekki brennt sig á þeim. Rafmagnsofnar eru hættumeiri en hefðbundnir miðstöðvarofnar, af þeim getur stafað eldhætta og því skal styðjast við leiðbeiningar framleiðenda þeirra ef það þarf að hylja þá. Einnig þarf að gæta þess að staðsetja ekki húsgögn eða annan búnað of nálægt þeim. Hitastýrð blöndunartæki, með hámark 38°C heitu vatni, eiga að vera á öllum handlaugum í leikskólum og í sturtum/handsturtum til að koma í veg fyrir að börn brenni sig á heitu vatni.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 23 | Stigar og tröppur Mikilvægt er að setja barnheld öryggishlið efst og neðst þar sem stigar eru í rými sem börn hafa aðgang að. Bil á milli rimla má ekki vera meira en 89 mm. Það sama gildir um bil á milli gólfa og handriða. Opið í opnum þrepum má ekki vera meira en 89 mm. Ef nota á hefðbundið öryggishlið í leikskólabyggingum skal það standast staðalinn EN 1930. Mikilvægt er að kaupa rétt hlið, þar sem sum hlið má einungis nota í hurðaropum eða neðst niðri í stigaopum. Ef öryggishlið sem framleitt er fyrir þessa notkun er notað efst í stigaopum getur það valdið mikilli fallhættu þegar gengið er í gegnum það niður tröppurnar. Því er mikilvægt að nota ávallt hlið fyrir efra stigaopið sem framleitt er fyrir á notkun. Gæta þarf að því að þrep séu ekki hál. Gæta þarf vel að því að ekki sé notað bón sem skapar hálku eða sápur og rykmoppur sem innihalda mikla olíu. Handrið eiga að vera fyrir börn jafnt sem fullorðna. Lágmarkshæð handriða er 120 cm. Handrið eiga að vera með lóðréttum pílum til að hindra klifur. Hringlaga stigar eru óhentugir í byggingum þar sem börn dvelja. Salerni, handlaugar og skiptiborðsaðstaða Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 eiga salerni og handlaugar að vera við hæfi barna. Setur á salernum í leikskólum eiga að vera léttar, sem og lok. Á salernum barna eru oft lág skilrúm með hurðum. Ganga þarf frá hurðum á þann hátt að börn geti ekki klemmt sig. Til að koma í veg fyrir klemmuslys er hægt að hafa bil, sem má ekki vera minna en 8 mm og ekki meira en 25 mm. Þar sem handlaugar barna eru háar er nauðsynlegt að börn hafi stöðugan pall til að standa á þegar þau þvo sér. Skiptiborð eiga að vera staðsett þannig að börn geti ekki náð til hættulegra hluta. Gæta þarf að því að skiptiborð séu traust og stöðug. Öruggt skiptiborð hefur að lágmarki 10 cm kant til að koma í veg fyrir að barn detti fram af því. Ef notuð er plastdýna (skiptiborðsdýna) ber að skipta henni út ef hún er farin að rifna, þar sem hætta er á að barn komist í svampinn innan í henni og kafni. Þar sem tröppur eru upp á skiptiborð þarf að tryggja að börn komist ekki í þær án eftirlits. Speglar og myndir Allir speglar í leikskólum skulu vera festir á ramma en ekki klemmur. Speglar eiga að vera úr óbrjótanlegu gleri eða límdir á spjald þannig að ef þeir brotni komi í þá sprunga en glerbrotin frá þeim detti ekki yfir börnin. Einnig er til öryggisplast sem hægt er að líma á spegla þannig að ef þeir brotni haldist glerbrotin föst við plastið og falli ekki yfir börnin. Þegar myndarammar eru hafðir í leikskólum skulu þeir ekki vera með gleri. Einungis skal nota myndaramma með plasti í stað glers. Gæta þarf þess að myndarammar séu festir við vegg til að koma í veg fyrir að þeir geti fallið á börnin í leik. Eldhús Í eldhúsum er mikið af hættulegum hlutum, s.s. ýmis tæki til matreiðslu, beittir hnífar, skæri, plastfilmur og pokar, og því þarf að vera hægt að loka eldhúsinu. Í leikskólum þar sem opið er inn í eldhús eða börn eiga þangað erindi vegna náms síns á að ganga þannig frá tækjum og
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 24 | tólum að börn geti ekki skaðast af þeim. Tæki á borð við eldavélar geta hitnað mikið að utan þannig að börn geta brennt sig alvarlega. Eiturefni og eitraðar plöntur Öll eiturefni og önnur hættuleg efni eiga að vera í læstri geymslu og ganga þarf þannig frá að börn hafi ekki aðgang að þeim. Tryggja þarf að börn komist ekki í handspritt. Mikilvægt er að starfsfólk þekki varnaðarmerkingar á umbúðum. Ef plöntur eru í leikskólanum ber að ganga úr skugga um að þær séu ekki eitraðar. Hér má finna lista yfir eitraðar plöntur. Rafmagnsöryggi Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 skulu vera lekastraumsrofar (lekaleiðar) í öllum byggingum. Lekastraumsrofi er öryggisbúnaður sem kemur í veg fyrir rafmagnsslys. Rík krafa er gerð til rafmagnstækja og öryggis þeirra. Ef tækin brotna eða rafmagnssnúrur þeirra trosna er mikilvægt að slíkt sé lagað. Flestar innstungur eru með öryggislæsingu sem kemur í veg fyrir að börn geti stungið hlutum inn í þær og komist þannig í snertingu við rafmagn. Slíkar innstungur þurfa ekki frekari öryggisbúnað. Öll fjöltengi þurfa að uppfylla nýjustu kröfur um öryggi og því skal skipta öllum fjöltengjum út sem ekki uppfylla þessar kröfur. Nýju kröfurnar innibera að öll fjöltengi skulu vera með innbyggða barnalæsingu til að koma í veg fyrir að börn skaði sig á þeim. Fjöltengi geta verið varasöm. Ekki má nota brotin fjöltengi eða fjöltengi þar sem rafmagnssnúran eða klóin er farin að skemmast. Kerti og eldfim efni Fara skal þannig með eld, eldfim efni og önnur hættuleg efni að sem allra minnst hætta sé á því að eldsvoði eða tjón af völdum mengunar geti hlotist af þeim. Æskilegt er að banna alla notkun kerta í skólum. Öll umgengni við opinn eld skal vera varfærnisleg og ekki skal skilja logandi kerti eftir eftirlitslaust eða á meðan starfsmaður víkur frá. Kveikjara og eldspýtur skal geyma í læstum hirslum. Ilmefni Ilmefni, t.d. ilmstrá í vökvaflösku, eða annan búnað sem framleiðir ilm í rýmum skal ekki nota í leikskólum. Börn eru með mjög viðkvæm lungu og geta þessi efni ert lungu þeirra og valdið þeim skaða með tímanum. Börn með astma eru sérstaklega viðkvæm fyrir sterkum lyktum og því skal forðast að hafa þær í leikskólum. Svefnaðstaða barna yngri en 18 mánaða Öruggt rými skal vera innan dyra fyrir börnin að sofa í yfir daginn. Barnavagnar og kerrur uppfylla ekki ströngustu kröfur um öryggi í svefnumhverfi þeirra. Börn yngri en 18 mánaða eiga að sofa á viðurkenndum dýnum til að tryggja öryggi þeirra. Það er í lagi að láta börnin sofa á gólfinu. Öruggast er að rýmið sé laust við húsgögn og aðra hluti sem barnið getur slasað sig á. Gæta þarf að þrífa gólfið daglega eftir notkun á þeim dögum sem starfsemi er í gangi. Börnin sofa á dýnum á gólfi. Dýnur verða að standast gildandi staðal EN 16890. Á dýnum skal vera lak sem passar og er framleitt fyrir þessa tilteknu dýnu.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 25 | Öruggast er að börnin noti teppi sem auðvelt er að þvo. Teppin verða að vera úr heilu efni, ekki hekluð eða prjónuð. Börn eldri en eins árs geta notað kodda en börn undir eins árs eiga ekki að sofa með kodda vegna köfnunarhættu. Hvert barn notar sinn kodda og utan um hann skal vera koddaver sem auðvelt er að þvo. Koddar, koddaver og teppi sem börnin nota í hvíld verða að vera merkt hverju barni fyrir sig til að gæta hreinlætis og minnka hættu á smitum. Best er að koma fyrir körum merktum börnunum þar sem hægt er að setja kodda og teppi í eftir notkun. Ekki má stafla dýnum upp án þess að taka utan af þeim fyrst. Best er að hvert barn hafi sína dýnu. Svefnaðstaða barna eldri en 18 mánaða Gæta skal fyllsta hreinlætis í hvíldarrými. Með hreinlæti er átt við að börnin noti einungis dýnur sem ekki innihalda eiturefni. Einungis skal nota dýnur fyrir hvíld sem framleiddar eru fyrir barnarúm. Þær dýnur eru lausar við eiturefni og uppfylla ströngustu öryggiskröfur. Þau börn sem þurfa hvíld yfir daginn skulu hafa hvert sína dýnu. Mikilvægt er að dýna sé merkt barninu og að barnið noti einungis sína dýnu. Hvert barn skal hafa sitt lak, kodda, koddaver og teppi, til að koma í veg fyrir smit af ýmsu tagi. Viðra skal vel kodda og dýnur vikulega og koddaver, lak og teppi skulu þvegin. Gæta skal þess að dýnan sé ekki óhrein og slitin. Skipta skal slíkum dýnum út til að koma í vega fyrir að bakteríur þrífist í þeim. Þessar dýnur skal ekki nota í annað í leikskólastarfinu. Íþróttasalir/hreyfirými Í flestum leikskólum er aðstaða fyrir hreyfingu/íþróttir barna. Aðstaðan er mjög mismunandi. Mikilvægt er að þessi rými séu hönnuð með notagildi í huga, því venjulegir salir fyrir leiki og létta hreyfingu eru ekki frábrugðnir öðrum rýmum í leikskólanum. Ef rýmið er ætlað fyrir íþróttir þarf að huga vel að innréttingu og frágangi þess. Í þeim rýmum leikskóla sem notuð eru til hreyfingar barna er mikilvægt að hafa sem minnst af húsgögnum eða öðrum búnaði sem börn geta hlaupið á eða geta fallið yfir þau. Þegar börn eru í hreyfileikjum þarf starfsfólk að vera til staðar og grípa inn í ef börn sýna af sér hættulega hegðun. Hafa skal í huga: • Velja þarf gólfefni sem er framleitt fyrir almenn íþróttarými. • Ef rimlar eru til staðar á að kanna hvort þeir eru tryggilega festir við vegg. • Æskilegt er að nota falldempandi dýnur í íþróttasölum. • Körfuboltakörfur sem hengdar eru á rimla á að fjarlægja eftir notkun. Um er að ræða spjald með netkörfu og aftan á spjaldinu eru krækjur sem hægt er að hengja í rimla eða aðrar festingar á vegg. • Ljós og lampar eiga að vera varin þannig að hlutar þeirra geti ekki fallið yfir börn. Ekki má hafa glerkúpla á ljósum sem geta brotnað í boltaleikjum og fallið yfir börn. Best er að setja upp sérstök ljós með vörn eins og notuð eru í íþróttamannvirkjum. • Skarpar brúnir, gluggakistur og ofnar eiga að vera varin sérstaklega. Hægt er að láta útbúa bólstraðar svampdýnur sem raðað er utan um þessa hluti og þær festar saman með frönskum rennilás. • Myndir á vegg í þessum rýmum skal festa þannig að ekki hljótist hætta af ef boltar eða aðrir hlutir sem notaðir eru rekast í þær.
| 40345 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 26 | • Allur búnaður sem notaður er, s.s. hringir og boltar, á að hafa upprunalegar leiðbeiningar frá framleiðanda um rétta notkun. Mikilvægt er að búnaðurinn hæfi aldri. Einnig er mikilvægt að leiðbeiningar um viðhald búnaðar séu virtar. • Sippubönd og önnur bönd geta valdið alvarlegum slysum og því mega börn aldrei vera eftirlitslaus þegar þau eru að leik með sippubönd eða önnur bönd. • Rólur, kaðlar og hringir eru tæki sem krefjast virks eftirlits með börnum og þess skal sérstaklega gætt að notaðar séu falldýnur undir tækin meðan á notkun stendur. Námsgögn og leikföng Við val á leikföngum verður að hafa í huga að þau hæfi aldri og þroska þeirra barna sem munu nota þau. Mikilvægt er að skoða viðvörunarmerkingar vel og fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja leikfanginu. Leikföng/leiktæki skulu uppfylla kröfur reglugerðar um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 944/2014 Starfsfólk leikskóla skal framkvæma reglubundið eftirlit með leikfangi/leiktæki samkvæmt gátlista sem leikskólinn útbýr. Skemmd leikföng skal taka úr umferð. CE-merkingar Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14 ára eiga að vera CE-merkt. CE-merking vöru gefur til kynna að varan uppfylli þær lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum. CE-merkið er ekki öryggis- eða gæðastimpill heldur til staðfestingar á því að leikfangið uppfylli allar skilgreindar kröfur sem gerðar eru til framleiðslunnar samkvæmt CE-staðli. Leikföng fyrir 0–3 ára Leikföng sem kunna að vera hættuleg börnum yngri en þriggja ára (36 mánaða) skulu vera með viðvörun þar að lútandi ásamt ábendingu um hættuna sem viðvörunin lýtur sérstaklega að og upplýsingum um hvernig eigi að bregðast við þeirri hættu. Aldursviðvörunarmerking á að vera á leikfanginu sjálfu eða á umbúðum þess og ætti merkingin að vera myndræn (sjá mynd hér að neðan) eða í textaformi, t.d.: Viðvörun! Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára! Þetta merki má sjá á leikföngum og á umbúðum leikfanga sem ekki eru við hæfi barna yngri en þriggja ára. Leikfanginu fylgja smáhlutir sem geta valdið köfnunarhættu ef þeir lenda í munni barns.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=