40344_velferd_barna_grunnsk_handb

| 40344 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 9 | réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbindi aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefjist og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmálinn) var staðfestur hér á landi árið 2013 og er þar með orðinn að lögum. Í Barnasáttmálanum er farið yfir þau réttindi sem börn njóta sérstaklega, þar með talið að þau njóti sérstakrar verndar bæði foreldra sinna og stjórnvalda, að börn eigi rétt á að tjá skoðanir sínar og að stjórnvöld eigi að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau. Sérstaklega er fjallað um réttindi fatlaðra barna og er mikilvægt í leikskólum að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti verið virkir þátttakendur í skólanum eins og annars staðar. Mikilvægt er að fólk sem starfar með börnum og ungmennum sé meðvitað um sérstök réttindi barna og taki það alvarlega að standa vörð um þau réttindi. Til er þó nokkuð af námsefni um Barnasáttmálann sem skólar geta nýtt sér. HUGTAKIÐ BARN PERSÓNULEG AUÐKENNI FÉLAGAFRELSI BÖRN SEM FLÓTTAMENN MARKMIÐ MENNTUNAR MENNING, TUNGUMÁL, TRÚARBRÖGÐ MINNIHLUTAHÓPA VERND GEGN MISBEITINGU HVERNIG BARNASÁTTMÁLINN VIRKAR BÖRN Í HALDI VERND Í STRÍÐI BATI OG AÐLÖGUN BÖRN SEM BRJÓTA LÖG BESTU LÖGIN GILDA ALLIR VERÐA AÐ ÞEKKJA RÉTTINDI BARNA HVÍLD, LEIKUR, MENNING OG LISTIR VERND GEGN SKAÐLEGRI VINNU VERND GEGN SKAÐLEGUM VÍMUEFNUM VERND GEGN KYNFERÐISOFBELDI VERND GEGN BROTTNÁMI, VÆNDI OG MANSALI FÖTLUÐ BÖRN HEILSUVERND, VATN, MATUR, UMHVERFI EFTIRLIT MEÐ VISTUN BARNA UTAN HEIMILIS FÉLAGSLEG OG EFNAHAGSLEG AÐSTOÐ NÆRING, FÖT OG ÖRUGGT HEIMILI AÐGANGUR AÐ MENNTUN PERSÓNUVERND OG EINKALÍF AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM ÁBYRGÐ FORELDRA VERND GEGN OFBELDI UMÖNNUN UTAN FJÖLSKYLDU ÆTTLEIDD BÖRN TENGSL VIÐ FJÖLSKYLDU TENGSL VIÐ FORELDRA Í ÖÐRUM LÖNDUM VERND GEGN BROTTNÁMI VIRÐING FYRIR SKOÐUNUM BARNA FRELSI TIL AÐ DEILA HUGMYNDUM SÍNUM SKOÐANA- OG TRÚFRELSI ÖLL BÖRN ERU JÖFN ÞAÐ SEM BARNINU ER FYRIR BESTU RÉTTINDI GERÐ AÐ VERULEIKA LEIÐSÖGN FJÖLSKYLDU LÍF OG ÞROSKI NAFN OG RÍKISFANG BARNASÁTTMÁLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Mikill samhljómur er með Barnasáttmálanum og öðrum íslenskum lögum sem varða börn. Samkvæmt barnalögum, nr. 76/2003, á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=