Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

61 10.11 Tillaga að verklagi við strætisvagnaferðir • Einn starfsmaður fer fremst og gætir að allri umferð sem kemur á móti hópnum. • Einn starfsmaður fer síðastur og gætir að umferð sem ekur framhjá hópnum og hefur yfirsýn yfir allan hópinn. • Aðrir fullorðnir (starfsmenn og foreldrar ef við á) eru staðsettir nær götunni til að koma í veg fyrir að barn hlaupi út á götu. • Þegar farið er inn í strætisvagn fer einn starfsmaður inn á undan, tilkynnir bílstjóra hvert ferðinni sé heitið og finnur pláss fyrir börnin. Að því loknu fer næsti starfsmaður inn. • Börnin ganga inn eitt af öðru og fá sér sæti með aðstoð starfsfólks sem er inni í vagninum. Annað starfsfólks bíður úti og sér til þess að börnin haldist í röðinni. • Starfsmenn hjálpast að við að koma börnum í sæti eftir því sem kostur er. Leitast skal við að börnin setjist alveg upp í sætin en sitji ekki á brún þess. Ekki er æskilegt að fleiri en þrjú börn séu í hverjum tveimur sætum. Barn skal aldrei sitja í miðjusæti aftast í vagninum. • Einn starfsmaður fer inn allra síðastur eftir að hafa tryggt að öll börnin séu með í för. • Gott er að starfsmenn dreifi sér og vakti útgöngudyr til að koma í veg fyrir börnin fari út á röngum stað. • Þegar komið er á leiðarenda fer allt starfsfólkið út á undan börnunum að undanskildum tveimur starfsmönnum sem beina hópnum út úr vagninum. • Starfsfólk sem er fyrir utan vagninn tekur á móti börnunum og lætur þau mynda röð eins langt frá götunni og unnt er. Aðgát skal höfð þegar stigið er út úr vagninum. • Eftir að hafa talið börnin og tryggt að þau séu öll komin út og að ekkert hafi gleymst í vagninum, t.d. föt eða nestispoki, fara síðustu tveir starfsmennirnir út úr vagninum. • Gefa skal bílstjóra merki um að öll börn séu komin út.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=