Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

60 10.10 Tillaga að skipulagi við undirbúning ferða á vegum skóla • Einn starfsmaður er ábyrgðarmaður í ferðinni. • Ábyrgðarmaður hefur lista yfir öll þau börn sem eru í ferðinni og upplýsingar um aðstandendur þeirra (t.d. afrit af grunnupplýsingum um barn vegna slysa og bráðaveikinda. • Ábyrgðarmaður ber ábyrgð á að ferðasjúkrakassi/ferðasjúkrabakpoki sé tekinn með í ferðina. • Ábyrgðarmaður þarf að vita nákvæma staðsetningu hópsins hverju sinni ef upp koma veikindi eða slys til geta hringt í Neyðarlínuna 112 eða foreldra. • Mikilvægt er að farsími sé með í för. • Tryggja þarf að fjöldi starfsfólks sem fer með sé nægilegur. • Tryggja þarf eftirlit með öllum börnum. Góð leið til þess er að hver starfsmaður er ábyrgur fyrir ákveðnum hópi barna. • Starfsmenn sem bera ábyrgð á ákveðnum börnum í ferðinni láta ábyrgðarmann vita að öll börnin séu til staðar áður en lagt er af stað í upphafi ferðar og á áningarstöðum. • Mikilvægt er að börnin beri einhvers konar auðkenni, t.d. endurskinsvesti, þannig að auðveldara sé að fylgjast með hópnum. • Huga þarf að því að börn séu rétt búin fyrir ferðina miðað við aðstæður og lengd ferðar. • Mikilvægt er að halda börnunum saman í hóp og tryggja að þau verði aldrei viðskila við starfsfólk skóla eða foreldra/forráðamenn. Gæta þarf að göngustígum en þar getur verið margvísleg umferð bæði reiðhjóla og rafknúinna ökutækja sem og gangandi vegfarenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=