48 10.4 Tillaga að viðbrögðum og vinnuferli starfsfólks grunnskóla við samskiptavanda og einelti Ef grunur vaknar um samskiptavanda/einelti þá skal eftirfarandi ferli fylgt: Alltaf skal bregðast samdægurs við og vinna eftir eineltisáætlun skóla, þessari vinnu á að vera lokið innan viku. A. Rannsókn meðal nemenda og starfsfólks. A.1 Byrjað er að kanna málið hjá starfsfólki og bekkjarfélögum öðrum en geranda og þolanda. A.2 Vinnuferli í máli þolenda. Rætt við þolanda. Skráið nöfn, dagsetningu og helstu atriði viðtals. Foreldrar þolanda eru upplýstir um gang mála. A.3 Vinnuferli í máli geranda. Rætt við geranda. Foreldrar geranda eru látnir vita um málið. B. Ef einelti er staðfest fer eftirfarandi vinna í gang. B.1 Þolandi – Einstaklingsviðtöl við þolanda/þolendur þar sem þeir fá stuðning og tryggt er að þeir láti vita ef eineltið heldur áfram. B.2 Foreldrar og þolandi – Viðtal við foreldra þolenda. Skráið nöfn, dagsetningu og helstu atriði viðtals. B.3 Gerandi – Einstaklingsviðtal. Skráið nöfn, dagsetningu og helstu atriði viðtals. B.4 Foreldrar og gerandi – Umsjónarkennari og skólastjórnandi funda með foreldrum og geranda. Fundargerð er skráð og undirrituð af öllum fundarmönnum. B.5 Unnið með nemendum. Í framhaldinu eru m.a. haldnir bekkjarfundir um framkomu, samskipti og einelti. Unnið er markvisst að bættum samskiptum í bekknum meðal annars með því að leggja fyrir tengslakönnun og unnið út frá niðurstöðum hennar. C. Eftirfylgni, ekki seinna en viku frá síðustu viðtölum. Umsjónarkennari verður áfram í reglulegu sambandi og skráir niður hvernig gengur. C.1 Þolandi: Foreldrar þolanda eru látnir vita um gang mála. C.2 Gerandi: Foreldrar geranda eru látnir vita um gang mála. C.3 Geranda og þolanda er veittur skipulagður stuðningur í a.m.k. 6 mánuði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=