40344_velferd_barna_grunnsk_handb

| 40344 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 44 | Ef Veðurstofa Íslands varar við veðri skal taka það alvarlega, sérstaklega ef varað er við miklum vindi, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Fylgjast skal með tilkynningum og/eða viðvörunum sem kunna að vera gefnar. Fylgja ber þeim leiðbeiningum almannavarnanefndar sem gilda á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.almannavarnir.is Jökulhlaup Jökulhlaup stafa ýmist af eldgosum eða jarðhita undir jökli. Mesta náttúruváin vegna jökulhlaupa hér á landi er vegna eldgoss í Kötlu í Mýrdalsjökli. Vatnamælingar hafa þróað viðvörunarkerfi vegna flóða sem eiga upptök í eldstöðvum og jarðhitakerfum undir jökli. Þegar hlutfall jarðhitavatns í jökulvatni hækkar eykst leiðni. Ef leiðni eða vatnshæð fer yfir ákveðin mörk hringir mælirinn í 112, síma Neyðarlínunnar, sem sér um að kalla út vatnamælingamann sem metur ástandið. Fylgja skal leiðbeiningum frá almannavarnarnefnd á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.almannavarnir.is. Flóðbylgjur Flóðbylgjur eru mjög sjaldgæfar hér á landi en þær geta valdið miklu tjóni. Bylgjur geta myndast í kjölfar jarðskjálfta, jökulhlaupa og eldgosa, einnig getur hrun í landgrunninum eða hrun í sjó fram orsakað flóðbylgjur. Flóðbylgjur hafa valdið skaða í kjölfar snjóflóða. Fylgja skal leiðbeiningum frá almannavarnanefnd á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á www.almannavarnir.is Að öðru leyti varðandi viðbrögð við náttúruvá vísast í sniðmát af viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar sem unnin voru af vinnuhópi sem skipaður var af Skólameistarafélagi Íslands í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=