Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

42 9 Almannavarnir og viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá Almannavarnir snúast um skipulag og stjórnkerfi sem virkjað er á hættustundu. Samkvæmt 1. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er markmið þeirra að skipuleggja og gera ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir eða takmarka, eftir því sem unnt er, að: • Almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni. • Umhverfi og eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta, hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum. • Veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið. Lögin taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og eignum. Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkisvaldið. Stjórn almannavarnamála í hverju lögsagnarumdæmi er í höndum lögreglustjóra sem hefur almannavarnanefnd sér til fulltingis. Lögreglustjóri fer einnig með stjórn leitar og björgunar í sínu umdæmi. Mikilvægt er að upplýsingar um viðbrögð við eldvörnum og náttúruvá séu til staðar í skólanum og þær séu skýrar. Skólastjóri setur upp viðbragðsáætlun fyrir sinn skóla og skal fylgja fyrirmælum almannavarnanefnda á hverjum stað fyrir sig. Sjá nánari upplýsingar á www.almannavarnir.is 9.1 Rýming Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er öllum sem staddir eru í skólanum skylt að yfirgefa bygginguna. Almannavarnir í héraði opna fjöldahjálparstöð og halda skráningu um dvalarstaði fólks þar til því er heimilt að fara til síns heima. Mikilvægt er að allir skólar geri ítarlega rýmingaráætlun þar sem ábyrgð og verkefni starfsmanna við rýmingu skólans eru skilgreind. Tillaga að viðbragðsáætlun skóla við rýmingu: Starfsmenn hjálpa nemendum að yfirgefa byggingu gegnum næsta neyðarútgang og safnast saman á fyrirfram ákveðnum stað. 1. Starfsmaður A hringir í 112 eða B í fjarveru A eða C í fjarveru B. 2. Starfsmaður A virkjar „viðbrögð við vá“ eða B í fjarveru A eða C í fjarveru B. 3. Starfsmaður A hefur nafnakall eftir lista eða B í fjarveru A eða C í fjarveru B. Starfsmaður A, B og C er ekki endilega sami aðili í öllum töluliðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=