Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

41 Skólaráð og foreldrafélag Mikilvægt er að foreldrum, skólaráði og foreldrafélagi sé tilkynnt um stöðu öryggismála í skólanum og að skólaráði sé greint frá alvarlegum atvikum sem upp koma. Eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftirlits ættu að vera aðgengilegar fyrir foreldra. 8.12 Tilkynning á slysi - Hvert ber að tilkynna? Mikilvægt er að ákveðin slys, sem verða á börnum í skóla, séu tilkynnt til þeirra aðila er málið varðar. Þau slys sem þarf að tilkynna eru skilgreind í kaflanum: Slys á börnum sem gera þarf lögregluskýrslu um. Tilkynning til rekstraraðila Tilkynna á öll slys til rekstraraðila til að tryggja að þeir hafi yfirlit yfir öll meiriháttar slys og geti gert viðeigandi ráðstafanir. Rekstraraðilar bera ábyrgð á því að öryggi barna sé tryggt. Rekstaraðili er auk þess ábyrgur fyrir fjármálum og því mikilvægt fyrir hann að hafa þessar upplýsingar t.d. þegar hann undirbýr fjárhagsáætlanir. Þetta ætti einnig að hjálpa við forgangsröðun viðhalds. Mikilvægt er að verkferlar varðandi tilkynningar til rekstraraðila og þeirra sem hafa eftirlit með húsnæði og leiksvæðum á vegum rekstraraðila séu skýrir þannig að skólastjóri viti hvert hann á að tilkynna slys. Verkferlarnir og gerð þeirra er á ábyrgð rekstraraðila. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit viðkomandi sveitarfélags veitir skóla starfsleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Starfsleyfisskilyrðin taka m.a. á öryggi og slysavörnum, húsnæði og búnaði, leikföngum, lóð, leikvallatækjum og leiksvæði, skráningu slysa og reglubundnu innra eftirliti. Sjá nánar Starfsleyfisskilyrði fyrir leikskóla og grunnskóla á vef Umhverfisstofnunar. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gerir árlega athugun á að kröfum um öryggi sé framfylgt og að reglubundið innra eftirlit hafi farið fram. Ef rekja má slys til vanbúnaðar/bilunar á húsnæði, lóð eða öðrum þáttum, sem fram koma í starfsleyfisskilyrðum skóla, skal tilkynna viðkomandi heilbrigðiseftirliti um slysið. Hægt er að nálgast rafræn slysaskráningarblöð á vef Umhverfisstofnunar. Tilkynningar til tryggingafélaga Mikilvægt er að skólastjóri hafi upplýsingar um þær tryggingar sem ná yfir starfsemi skólans. Sérstaklega er það mikilvægt þegar kemur að slysatryggingum barna. Í þeim tilfellum þar sem slys á barni er þess eðlis að gera þarf lögregluskýrslu þarf að tilkynna slysið til viðkomandi tryggingafélags. Um er að ræða þau tilfelli þar sem eftirmál geta orðið vegna slyssins og því nauðsynlegt að slysatilkynning sé skilvirk til að réttindi barns séu tryggð síðar. Þá getur þurft að tilkynna til tryggingafélags af öðrum ástæðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=