40344_velferd_barna_grunnsk_handb

| 40344 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 40 | • Starfsmaður geri öðrum viðvart til að tryggja gæslu þess svæðis sem hann einn hefur yfirsýn yfir ef hann þarf að víkja frá því svæði. • Fara yfir allar aðstæður og verkferla þegar alvarleg atvik eiga sér stað og ræða ábyrgð starfsmanna. Ræða þarf hvað gerðist, hvernig var staðið að öryggismálum (t.d. hvers vegna ekki var starfsmaður á slysstað ef við á) og ákveða hvernig verkferlum verður breytt til að draga úr hættu á að slíkt endurtaki sig. • Tryggja að allir starfsmenn þekki áhættumatið og verkferla sem því tengjast. Viðtal við foreldra eftir alvarlegt slys Þegar niðurstöður könnunar á slysi liggja fyrir er mikilvægt að skólastjóri bjóði foreldrum barnsins sem slasaðist viðtal. Í viðtalinu er farið yfir athugun skólans á tildrögum slyssins og hvað skólinn hyggst gera í framhaldinu. Með því að fara yfir það sem gerðist með foreldrum og til hvaða aðgerða hefur verið gripið í kjölfarið vex öryggistilfinning foreldra og traust þeirra til skólans. Því er mikilvægt að halda ekki upplýsingum sem skipta máli frá foreldrum. Skólastjóri þarf að hafa allar upplýsingar um málið áður en hann tjáir sig um það. Mikilvægt er að sveitarfélög/rekstraraðilar setji sér verklagsreglur um framkvæmd viðtala eftir alvarleg eða lífshættuleg slys. Skólaráð og foreldrafélag Mikilvægt er að foreldrum, skólaráði og foreldrafélagi sé tilkynnt um stöðu öryggismála í skólanum og að skólaráði sé greint frá alvarlegum atvikum sem upp koma. Eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftirlits ættu að vera aðgengilegar fyrir foreldra. Tilkynning á slysi – hvert ber að tilkynna? Mikilvægt er að ákveðin slys sem verða á börnum í skóla séu tilkynnt til þeirra aðila er málið varðar. Þau slys sem þarf að tilkynna eru skilgreind í kaflanum Slys á börnum sem gera þarf lögregluskýrslu um. Tilkynning til rekstraraðila Tilkynna á öll slys til rekstraraðila til að tryggja að þeir hafi yfirlit yfir öll meiriháttar slys og geti gert viðeigandi ráðstafanir. Rekstraraðilar bera ábyrgð á því að öryggi barna sé tryggt. Rekstraraðili er auk þess ábyrgur fyrir fjármálum og því er mikilvægt fyrir hann að hafa þessar upplýsingar t.d. þegar hann undirbýr fjárhagsáætlanir. Þetta ætti einnig að hjálpa við forgangsröðun viðhalds. Mikilvægt er að verkferlar varðandi tilkynningar til rekstraraðila og þeirra sem hafa eftirlit með húsnæði og leiksvæðum á vegum rekstraraðila séu skýrir þannig að skólastjóri viti hvert hann á að tilkynna slys. Verkferlarnir og gerð þeirra er á ábyrgð rekstraraðila. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit viðkomandi sveitarfélags veitir skóla starfsleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Starfsleyfisskilyrðin taka m.a. á öryggi og slysavörnum, húsnæði og búnaði, leik-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=