34 7.3 Akstur með börn í bílum starfsmanna Sveitarfélög ættu að setja sér reglur um hvort starfmönnum sé heimilt að aka barni í eigin bíl þegar minniháttar slys verða og barn þarfnast aðhlynningar en ekki næst í foreldra/forráðamenn. Ef slíkt er heimilað þarf að gæta þess að barnið noti viðeigandi öryggisbúnað samkvæmt reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum, nr. 348/2007. Starfsmaður skóla ætti aldrei að vera einn þegar hann ekur barni til aðhlynningar heldur ætti annar starfsmaður að vera með í för til að sinna barninu þannig að ökumaður geti einbeitt sér að akstrinum. Í sveitarfélögum sem ekki heimila starfsfólki að aka börnum í eigin bíl á heilsugæslu eða slysadeild þarf að hringja eftir leigubíl. Þau sveitarfélög sem eru með slíkar reglur ættu að ganga úr skugga um að bílarnir hafi viðeigandi öryggisbúnað sem hæfir aldri barna hverju sinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=