Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

30 Hálka Mikilvægt er að huga að hálkuvörnum í kringum skóla. Skýr verkaskipting þarf að vera á meðal starfsmanna sveitarfélaga hvað hálkuvarnir varðar. Áður en starfsemi hefst í skólanum þarf að vera búið að hálkuverja. Sama gildir um snjómokstur. Þar sem því verður við komið ættu gönguleiðir að skólabyggingum að vera hálkuvarðar t.d. með hita undir gangstéttum/göngustígum. Ef ekki er hiti undir gangstéttum/göngustígum er mikilvægt að rekstraraðili sjái til þess að leysa þann vanda með söltun eða sandburði. Æskilegt er að rekstraraðili geri leiðbeiningar um hálkuvarnir í samvinnu við skólastjóra. Ganga þarf úr skugga um að þær séu virkar. Bílastæði geta oft verið mjög hál og því mikilvægt að þar séu gerðar sambærilegar ráðstafanir. Leikvallatæki Leikvallatæki þurfa að uppfylla kröfur reglugerðar um öryggi leikvallatækja og svæða og eftirliti með þeim nr. 942/2002. Í reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002 kemur fram að: • Fylgja þarf leiðbeiningum framleiðenda um viðhald á leikvallatækjum. • Rekstraraðili er ábyrgur fyrir að framkvæma reglubundið eftirlit með leikvallatækjum. • Innra eftirlit skal framkvæma samkvæmt gátlista og í því skal vera slysaskráning. Í innra eftirliti þarf að tilgreina til hvaða úrbóta skal grípa þegar frávik verða frá ákvæðum reglugerðarinnar og hvenær úrbótum var lokið. Mælt er með að innra eftirlit sé hluti af gæðahandbók. • Ábyrgðaraðili innra eftirlits gerir rekstraraðila viðvart um það sem aflaga fer og bendir á nauðsynlegar úrbætur. Rekstraraðili gerir nauðsynlegar úrbætur eða tekur leikvallatæki úr notkun. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna upplýsingar og handbækur um skoðanir á ástandi leiksvæða og leikvallatækja. Þar eru einnig tillögur að gátlistum fyrir reglubundið eftirlit með leikvallatækjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=