28 Ekki má staðsetja leiksvæði þar sem ætla má að börnum geti stafað hætta eða ónæði af umhverfinu svo sem frá umferð, vegna fallhættu eða hættu á drukknun. Aðkoma að svæðinu fyrir gangandi, hjólandi og eftir atvikum akandi vegfarendur skal vera þannig að ekki skapist óþarfa hætta á og við leiksvæðið. Hafa skal í huga: • Að börn geti ekki hlaupið beint út af leiksvæði þar sem umferð er. • Að tryggja þarf góða lýsingu á leiksvæðum. • Haga skal frágangi á grindverki á lóð skólans þannig að börnum stafi ekki hætta af. • Við framkvæmdir og viðhald leiksvæða skal taka tillit til eðlis starfseminnar. Umferð vélknúinna farartækja er bönnuð á leiksvæðum utan þess sem nauðsyn krefur svo sem vegna viðhalds eða endurnýjunar tækja og búnaðar. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er öryggisvísir leiksvæða sem gagnlegt er fyrir skólastjóra og rekstraraðila að kynna sér. Starfsmenn Meta þarf hverju sinni hversu margir starfsmenn þurfa að vera til staðar í frímínútum og ferðum á vegum skólans. Ef starfsfólk á útivakt í frímínútum þarf að bregða sér frá er mikilvægt að annað starfsfólk sé látið vita. Lýsing Í kringum skóla og á öllum leiðum að skóla, hvort heldur er frá bílastæði, gönguleið eða hjólastígum, þarf lýsing að vera jöfn, heildstæð og kröftug en ekki blindandi. Lýsing þarf að taka mið af öllum notendum. Æskilegt er að birta á umferðarleiðum milli bygginga og lóða vera nægjanleg til að allir aldurshópar geti athafnað sig óhindrað og af fullu öryggi. Þar sem gert er ráð fyrir umgengni almennings ætti að taka tillit til heildaráhrifa þannig að tryggt sé að hvergi verði staðbundin, ófullnægjandi birtuskilyrði sem skapað geti slysahættu. Skipta þarf strax um perur og lagfæra ljós sem bila. Ljósastaurar, girðingar og hlið úr járni Ef girðingastaurar, ljósastaurar og hlið eru úr járni, t.d. galvaniseruð, þarf að mála þá upp í 1,5 m hæð því annars er hætta á að börn geti fest við þá tungu eða fingur í frosti. Gagnlegt getur verið að mála alla ljósastaura í áberandi lit til að sjónskertir sjái þá. Ruslaskýli, tunnur og gámar Huga ber að því að ruslaskýli, tunnur og gámar, sem eru staðsett upp við skólabyggingar, geta haft ákveðna hættu í för með sér svo sem brunahættu vegna íkveikju í rusli og fallhættu ef börn nota það sem tröppur til að komast upp á byggingar. Hjólastandar Mikilvægt er að við grunnskóla séu hjólastandar þannig að börn geti gengið frá hjólum sínum á öruggan hátt. Hjólastandar þurfa að vera staðsettir þar sem ekki er hætta á að fólk falli um þá, helst nokkrum metrum frá inngangi. Mikilvægt er að merkja svæðið í kringum þá þannig að sjónskertir einstaklingar sjái þá.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=