40344_velferd_barna_grunnsk_handb

| 40344 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 26 | mikilvægt að hann tryggi að örugglega hafi verið gengið rétt frá áður en börnin fara í búnaðargeymslu. Æskilegt er að íþróttakennari ráðleggi nemendum og foreldrum um réttan fatnað og skó sem hæfa íþróttakennslunni. Sund Í sundkennslu á vegum grunnskóla skal fara eftir reglugerð frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, nr. 814/2010 og Öryggishandbók fyrir sund og baðstaði. Sundkennarar, sundþjálfarar og leiðbeinendur skulu ávallt gæta þess í samvinnu við starfsfólk sund- og baðstaða að nemendur fari ekki að laug á undan þeim. Sundkennarar, sundþjálfarar og leiðbeinendur skulu aldrei víkja frá laug fyrr en allir nemendur eru farnir inn í búnings- eða baðklefa. Þau varúðaratriði sem laugarverðir eiga að fylgja gilda einnig fyrir kennara og þjálfara nemenda. Í 15. grein reglugerðarinnar stendur: „Starfsmenn sem sinna laugargæslu, sundkennarar og sundþjálfarar skulu hafa náð 18 ára aldri og standast hæfnispróf árlega samkvæmt III. viðauka. Prófskírteini skulu vera starfsmönnum heilbrigðiseftirlits aðgengileg.“ Ábyrgð skólastjóra og sundkennara Skólastjóri ber ásamt sundkennara ábyrgð á að reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, nr. 814/2000 og Öryggishandbók fyrir sund- og baðstaði sé framfylgt. Það skal tekið fram að þó að reglugerðin geri miklar kröfur til rekstraraðila ber sundkennarinn fyrst og fremst ábyrgð á öryggi nemenda. Sundkennari má því aldrei víkja frá nemendum meðan á kennslu stendur. Í öllum sundlaugum þar sem skólasund fer fram skal vera virkt samstarf sundkennara og öryggisgæslu sundlaugar um öll öryggisatriði er snúa að skólasundi. Í laugum sem ekki hafa laugarverði vinnur skólastjóri að gerð öryggisferla í samvinnu við sundkennara. Námsumhverfi úti Um öryggi á skólalóðum gildir reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim nr. 942/2002. Reglugerðin tekur á öllum þáttum er lúta að öryggi barna. Ekki má staðsetja leiksvæði þar sem ætla má að börnum geti stafað hætta eða ónæði af umhverfinu, svo sem frá umferð eða vegna fallhættu eða hættu á drukknun. Aðkoma að svæðinu fyrir gangandi, hjólandi og eftir atvikum akandi vegfarendur skal vera þannig að ekki skapist óþarfa hætta á og við leiksvæðið. Hafa skal í huga: • Að börn geti ekki hlaupið beint út af leiksvæði þar sem umferð er. • Að tryggja þarf góða lýsingu á leiksvæðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=