Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

25 Til að koma í veg fyrir slys er mikilvægt að hafa stoppara á rennihurðum sem hindrar að þær skelli upp að vegg. Opnanleg fög Mikilvægt er að opnanleg fög séu með öryggislæsingu. Öryggislæsinguna þarf að stilla með þeim hætti að gluggaopið verði ekki meira en 9 cm. Í sumum byggingum eru gluggar notaðir sem neyðarútgangar. Opnanlegu fögin á þeim eru stór og verða að hafa læsingu sem auðvelt er að opna ef koma þarf fólki út úr brennandi húsi en vera þó þannig úr garði gerð að yngri börn geti ekki opnað hana. Í byggingum með gluggum sem ná niður á gólf og þar sem aðgengi barna að þeim er auðvelt skal setja öryggisgler. Gluggakistur Ganga þarf frá gluggakistum þannig að börn geti ekki fest fætur í þeim. Í mörgum eldri húsum eru gluggakistur mjög djúpar og oft er haft bil frá vegg að gluggakistu til að hiti komist upp. Bilið má ekki vera meira en sem nemur 25 mm. Gardínubönd Gardínubönd geta vafist um háls barna. Gardínum með snúru eða perlukeðju, t.d. rúllugardínur og rimlagardínur, sem notuð eru til að draga þær upp eða niður skal ganga þannig frá að snúran skapi ekki hættu fyrir börn. Það má til dæmis gera með því að ganga frá snúrum upp á snúrustytti sem festa þarf ofarlega í gluggakarminn. Perlukeðjur er einnig hægt að setja upp á öryggishjól sem fest er á gluggakarminn að innanverðu. Miðstöðvarofnar, rafmagnsofnar, blöndunartæki og heitt vatn Heitir miðstöðvarofnar og heitt vatn geta valdið alvarlegum brunaslysum. Mikilvægt er að byggja utan um ofna eða haga frágangi á þann hátt að ekki hljótist slys af. Lagnir sem eru utanáliggjandi og flytja heitt vatn þarf að hylja þannig að börn geti ekki brennt sig á þeim. Rafmagnsofnar eru hættulegri en hefðbundnir miðstöðvarofnar. Af þeim getur stafað eldhætta og því skal fylgja leiðbeiningum framleiðenda ef það þarf að hylja ofnana. Einnig þarf að gæta þess að staðsetja ekki húsgögn eða annan búnað of nálægt þeim. Hitastýrð blöndunartæki, með heitu vatni sem að hámarki verður 38°C, eiga að vera á öllum handlaugum í skólum og í sturtum/handsturtum til að koma í veg fyrir að börn brenni sig á heitu vatni. Stigar og tröppur Bil á milli rimla má ekki vera meira en 89 mm. Það sama gildir um bil á milli gólfa og handriða. Opið í opnum þrepum má ekki vera meira en 89 mm. Gæta þarf að því að þrep séu ekki hál. Gæta þarf vel að því að ekki sé notað efni á gólf sem veldur hálku. Handrið eiga að vera fyrir börn jafnt sem fullorðna. Lágmarkshæð handriða er 120 cm. Handrið eiga að vera með lóðréttum pílum til að hindra klifur. Salerni Við hönnun og frágang salerna skal taka mið af byggingarreglugerð, nr.112/2012 og reglugerð um hollustuhætti, nr. 941/2002.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=