40344_velferd_barna_grunnsk_handb

| 40344 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 25 | Í allri umgengni við opinn eld skal sýna aðgát og ekki skal skilja logandi kerti eftir eftirlitslaus meðan starfsmaður víkur frá. Kveikjarar og eldspýtur skulu geymd í læstum hirslum. Námsgögn og leikföng Við val á námsgögnum og leikföngum verður að hafa í huga að þau hæfi aldri og þroska þeirra barna sem þau eru ætluð. Mikilvægt er að skoða viðvörunarmerkingar vel og fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja leikfanginu. Leikföng og leiktæki skulu uppfylla kröfur reglugerðar um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 944/2014 og vera CE-merkt. Starfsfólk skóla skal framkvæma reglubundið eftirlit með námsgögnum og leikföngum samkvæmt gátlista sem skólinn útbýr. CE merkingar Leikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14 ára eiga að vera CE-merkt. CE-merking vöru gefur til kynna að varan uppfylli þær lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum sem gilda hér á landi. CE-merkið er ekki öryggis- eða gæðastimpill heldur til staðfestingar á því að leikfangið uppfylli kröfur sem gerðar eru til framleiðslunnar samkvæmt CE-staðli. Trampólín Mikilvægt er að lesa vel og geyma leiðbeiningar um rétta notkun trampólína innandyra. Trampólín eru framleidd fyrir mismunandi aldur barna. Ekki er æskilegt að börn á öðrum aldri en fram er tekið í leiðbeiningum framleiðanda noti trampólínið. Trampólín á að vera stöðugt (góðir traustir gúmmítappar undir þeim, ef þeir losna eða eyðileggjast þarf að laga þá strax). Gormar eiga að vera stífir. Ef þeir eru farnir að losna og verða slappir þarf að laga þá eða skipta þeim út fyrir nýja. Mjúkur kantur á að vera utan um gormana. Ef hann fer að slitna þarf að skipta honum út fyrir nýjan. Dúkurinn á að vera heill. Ef komið er á hann gat eða hann byrjaður að trosna þarf að skipta honum út strax. Ef hægt er að leggja trampólín saman þarf að tryggja að festingar séu traustar. Ef trampólín bilar eða brotnar þarf að laga það strax. Íþróttahús Skólastjóri og íþróttakennarar skulu gæta fyllsta öryggis nemenda á þeirra vegum. Skólastjóri skal fara yfir öryggismál í íþróttakennslu með íþróttakennurum skólans og skulu þeir vinna samkvæmt öryggishandbók þessari ásamt reglum um öryggi í íþróttahúsum. Ábyrgð íþróttakennara Íþróttakennari skal ganga frá öllum búnaði á öruggan hátt og yfirfara salinn áður en kennsla hefst og fjarlægja hluti sem mögulega geta valdið slysum. Gæta skal sérstaklega að því að gengið sé frá öllum mörkum þannig að þau geti ekki dottið yfir börn. Ef íþróttakennari biður nemendur að aðstoða sig við að ná í búnað eða ganga frá honum er

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=