Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

24 nýta má við skipulagningu skólastarfs og umhverfis. Einnig er þar að finna lista yfir hagnýt ráð sem eru til þess fallin að draga úr hávaða, en ýmislegt er hægt að gera til að draga úr hávaða með litlum tilkostnaði. Rödd og raddvernd Kennarar þurfa að kunna á atvinnutæki sitt, röddina, og vita hvað getur skaðað það. Rödd kennarans þarf að vera áheyrileg og geta gegnt ætlunarverki sínu, nemandinn þarf að hafa gagn af hlustun og umhverfið má ekki spilla þar fyrir. Reyndin er hins vegar sú að alltof oft vinna þessir þrír þættir – rödd, hlustun og umhverfi – illa saman. Það er mikilvægt að starfsmenn fái fræðslu um raddbeitingu, hvað geti skaðað röddina og leiðir til að koma í veg fyrir raddvandamál. Ættu skólar að huga að þeim þætti reglulega í starfsþróun sinni. Til þess mætti t.d. nota fræðslumyndband um raddvernd og ráð til að draga úr raddþreytu og bækling um raddheilsu kennara. Matmálstímar Á matmálstíma, þegar heitur matur er á borðum, er mikilvægt að hugað sé að öryggi nemenda. Ef boðið er upp á heitar súpur eða annan heitan vökva fyrir börn þarf að gæta þess að ekki hellist yfir þau eða þau brenni sig á annan hátt. Mikilvægt er að setja reglur um öryggi í matmálstímum til að koma í veg fyrir brunaslys. Mikilvægt er að hafa eftirlit með nemendum þegar þeir nota samlokugrill og örbylgjuofna þannig að nemendur eigi ekki á hættu að hella yfir sig heitum mat. Margir skólar nota samfest borð og bekki á hjólum fyrir nemendur í matsal. Ef borð eða bekkir eru lagðir saman og þeim staflað upp þegar þeir eru ekki í notkun, er mikilvægt að gengið sé frá þeim þannig að þeir séu festir við vegg eða gengið frá þeim á annan tryggan hátt til að koma í veg fyrir slys. Húsgögn Bókaskápar og hillur á að festa við vegg óháð hæð. Ganga þarf frá öryggi þeirra á viðeigandi hátt t.d. með því að setja festingar á skápana sem auðvelt er að losa. Sé um varanlega staðsetningu slíkra innanstokksmuna að ræða á að koma fyrir festingu á veggjum. Slíkur frágangur er mikilvægur í tilvikum jarðskjálfta og ekki síst ef barn klifrar upp á skáp. Æskilegt er að velja skilrúm sem eru stöðug eða festa þau við vegg eða gólf. Öll húsgögn á hjólum geta verið varasöm en þau eru valtari en hefðbundin húsgögn þrátt fyrir þyngd þeirra. Húsgögn á hjólum eiga einnig að vera föst við vegg eða gólf með festingum sem auðvelt er að losa og festa aftur. Ef notuð eru hljómtæki eða sjónvarpstæki á vögnum á að festa tækin niður á vagninn. Stólar og borð eiga að vera stöðug. Ef þau eru völt eða hlutar þeirra farnir að losna er mikilvægt að strax sé gert við þau til að koma í veg fyrir slys. Hurðir, hurðapumpur og klemmuvarnir Slyshætta getur fylgt útidyrahurðum í skólum. Ganga þarf úr skugga um að hurðapumpa sé á útidyrahurð og að eftirlit sé með því að pumpan virki eins og til er ætlast. Klemmuvarnir eiga að vera á öllum hurðum þar sem börn á yngsta stigi dvelja og þær þarf að yfirfara reglulega. Endingartími klemmuvarna er oft skemmri á útidyrahurðum vegna veðurfarsáhrifa á efnið í þeim. Mikilvægt er að hurðastopparar séu settir upp fyrir ofan hurð. Varast ber að hafa hurðastoppara við gólf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=