Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

23 5 Öryggi í námsumhverfi Húsnæði og skólalóðir skulu uppfylla kröfur laga um grunnskóla, nr. 91/2008, reglugerðar um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, nr. 657/2009, aðalnámskrár grunnskóla, laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, reglugerðar um öryggi leikvallartækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, nr. 942/2002 ásamt reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, nr. 1005/2009 og Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins um skóla þar sem við á. Einnig ber að uppfylla kröfur heilbrigðis- og byggingaryfirvalda til slíkra mannvirkja. Húsnæði, skólalóð og allur aðbúnaður þarf að vera þannig úr garði gerður að unnt sé að ná markmiðum laga um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla. Er þar sérstaklega átt við að nemendum og starfsfólki skóla sé búið öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem skapar öryggi og vellíðan svo sem varðandi hentugan húsbúnað, hljóðvist og lýsingu, fjölbreytni í náms- og leikaðstöðu og annan búnað. 5.1 Fyrirbyggjandi aðgerðir Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé meðvitað um þá hættu í nánasta umhverfi sem nemendum getur stafað af svo sem af tækjum og tólum og sjái fyrir þær hættur sem hugsanlega geta komið upp. Ganga þarf úr skugga um að ekki leynist hættur í umhverfi nemenda sem valdið geta slysum og því er mikilvægt að allt umhverfi sé eins öruggt og hægt er. Æskilegt er að reynt sé að koma í veg fyrir eins mikið og hægt er og gera áhættumat. Starfsmenn Meta þarf hverju sinni hversu margir starfsmenn þurfa að vera til staðar bæði í skólahúsnæðinu og á skólalóð. Ef starfsfólk þarf að bregða sér frá er mikilvægt að annað starfsfólk sé látið vita. Það hefur komið fyrir að slys eða ofbeldisatvik hafi orðið í og við skóla og enginn starfsmaður verið á svæðinu. Þessu hefði mögulega verið hægt að afstýra hefði starfsmaður verið til staðar. Skólastofur Við skipulag og framkvæmd vinnuumhverfis og vinnuaðstæðna í skólastofum skal taka mið af Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins ásamt öðrum þeim vinnuumhverfisvísum, lögum og reglugerðum sem þar er getið. Í verkmenntastofum skal sérstaklega hugað að öryggiskröfum um vélar, tæknilegan búnað, efnisnotkun, loftgæði og loftræstingu og aðgengi að fyrstu hjálp og taka mið af reglugerð um vélar og tæknilegan búnað, nr. 1005/2009. Hljóðvist Hávaði hefur ekki einungis áhrif á heyrn og nám. Þekkt er að hávaði veldur streitu og getur haft aðrar neikvæðar afleiðingar á andlega og líkamlega líðan barna. Til að meta áhrif hávaða á nám og líðan nemenda í skólum er mikilvægt að við reglulegar kannanir sé spurt sérstaklega út í hljóðvist og vinnuaðstæður barna. Mikilvægt er að mælingar séu miðaðar við börn og unglinga og taki sérstakt tillit til heyrnar- og hljóðnæmni þeirra sem og þeirrar starfsemi sem fram fer í skólanum. Mikilvægt er að miðað sé við þau skilyrði sem þarf til þess að börn geti tileinkað sér nám. Ekki er nóg að miða við þau mörk hávaða sem beinlínis skemma heyrn. Mikilvægt er að allur búnaður sé keyptur með góða hljóðvist í huga. Á vef Umhverfisstofnunar eru leiðbeiningar um hljóðvistarkröfur í umhverfi barna þar sem meðal annars má finna góð ráð gegn hávaða í umhverfi barna. Taka skal mið af viðmiðum í Vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlits ríkisins varðandi hávaða. Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa gefið út handbókina Kennsluumhverfið - hlúum að rödd og hlustun sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=