Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

22 Samstarf foreldra og skóla Samstarf milli skóla og foreldra ólögráða nemenda er mikilvægur liður í að efla forvarnir. Foreldrar eru ein mikilvægasta fyrirmynd barna sinna. Það er því mikilvægt að hvetja foreldra til að tala við börn sín og ungmenni um tóbak, áfengi og önnur vímuefni og taka skýra afstöðu gegn því að þau prófi eða noti slík efni. Forvarnarstefna Í skólanámskrám grunnskóla skal birta stefnu skóla í einstökum málefnum, s.s. forvörnum. Sjá einnig: Aðalnámskrá grunnskóla kafli 7. Staðreyndablað Embættis landlæknis. „Hvað virkar í tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum í skólum“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=