40344_velferd_barna_grunnsk_handb

| 40344 | MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 20 | Hafa skal í huga að: • Áhrifaríkar forvarnir byggja á niðurstöðum rannsókna og sýna rétta mynd af stöðu ákveðinna hegðunar og umfangi hennar. • Eftir því sem börn og ungmenni meta að fleiri stundi ákveðna hegðun eru þau líklegri til þess að prófa sjálf. Því er mikilvægt að taka mið af staðbundnum gögnum. • Áhrifaríkar aðferðir þurfa að vera heildstæðar og í samstarfi við foreldra og nærsamfélagið. • Fræðsluerindi sem einungis leggja áherslu á aukna þekkingu geta verið nauðsynleg en eru sjaldan nægjanleg til að hafa áhrif á hegðun. • Kennsla þarf að vera gagnvirk, sveigjanleg, umhyggjusöm og án innrætingar þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að tjá sig. • Áhrifaríkt er að þjálfa félagsfærni, ákvarðanatöku, markmiðasetningu, að standast félagsþrýsting og að setja sig í spor annarra. • Til þess að ná árangri er betra að hafa langtímaáætlun sem byggir á heildstæðri nálgun með mælanlegum markmiðum, skammtímaátak getur verið hluti af henni. • Kennarar eða aðrir fagaðilar innan skólasamfélagsins eru best til þess fallnir að halda utan um kennslu í forvörnum, m.a. svo að börn og ungmenni geti í framhaldinu leitað til þeirra með spurningar eða aðstoð. • Kennsla í fámennum hópi er áhrifaríkari en kennsla í fjölmennum hópi. • Ef nauðsynlegt er að leita til utanaðkomandi aðila með fræðslu er æskilegt að kennari eða annar fagaðili innan skólans sé virkur þátttakandi. Mikilvægt er að skoða vel fyrir fram hvað slíkt fræðsluerindi inniheldur. • Skólinn skal leggja sig fram um að aðstoða þá nemendur sem eiga í vanda vegna tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna með umhyggju að leiðarljósi. Samstarf foreldra og skóla Samstarf milli skóla og foreldra ólögráða nemenda er mikilvægur liður í að efla forvarnir. Foreldrar eru ein mikilvægasta fyrirmynd barna sinna. Það er því mikilvægt að hvetja foreldra til að tala við börn sín og ungmenni um tóbak, áfengi og önnur vímuefni og taka skýra afstöðu gegn því að þau prófi eða noti slík efni. Forvarnarstefna Í skólanámskrám grunnskóla skal birta stefnu skóla í einstökum málefnum, s.s. forvörnum. Sjá einnig: Aðalnámskrá grunnskóla kafli 7. Embætti landlæknis er tekið fram hvað virkar í forvörnum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=