Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

19 4.3 Sjúkrakassi Í sjúkrakassa á að vera sá búnaður sem talinn er upp í lista yfir innihald sjúkrakassa hér að neðan. Ef fleira er í kassanum getur það tafið starfsfólk við að finna það sem leitað er að. Allir starfsmenn skólans verða að kunna að nota þann búnað fumlaust sem í sjúkrakassanum er. Notkunarreglur sjúkrakassa Mikilvægt er að skólastjóri feli einum starfsmanni ábyrgð á sjúkrakassa. Ábyrgðarmaður sjúkrakassa/skólahjúkrunarfræðingur sér um að í honum sé ávallt sá búnaður sem þar á að vera. Eftir notkun á sjúkrakassa þarf ábyrgðarmaður að fara yfir innihald hans. Ef einhvern búnað vantar í kassann á að gera tafarlausar úrbætur á því. Fjöldi sjúkrakassa í hverjum skóla fer eftir stærð og gerð húsnæðis. Mikilvægt er að sjúkrakassi sé ávallt aðgengilegur, innan seilingar og að allir starfsmenn viti um staðsetningu hans. • Í sjúkrakassanum á að vera listi yfir innihald. • Sjúkrakassi þarf að vera aðgengilegur og auðveldur í flutningum. • Mikilvægt er að notandi kynni sér innihald kassans og viti hvernig á að nota innihald hans. • Æskilegt er að í skólanum sé til bakpoki sem nota á til fyrstu hjálpar og hægt er að taka með sér í vettvangsferðir. • Handþvottur er mikilvægur áður en átt er við sár. • Nota skal einnota hanska þegar blóð er meðhöndlað. • Dauðhreinsað innihald kassans hefur takmarkaðan endingartíma. Útrunnum búnaði þarf að skipta út fyrir nýjan. • Ekki geyma lyf í sjúkrakassanum. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 skulu lyf geymd í læstum hirslum. • Mikilvægt er að fara yfir innihald sjúkrakassanns eftir hverja notkun og fara reglulega yfir innihald hans með tilliti til fyrningardagsetninga. Listi yfir innihald sjúkrakassa • 1 rúlla plástur (bréfplástur, heftiplástur). • 1 lítil skæri (stálskæri). • 1 góð flísatöng (riffluð). • 1 stk. 10 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við. • 1 stk. 7,5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við. • 1 stk. 5 cm krepbindi (teygjubindi) eða næsta stærð við. • 1 pk. skyndiplástur 4 cm (tauplástur). • 1 pk. skyndiplástur 6 cm (tauplástur). • 1 fetill (þríhyrningur). • 5 stk. 10-30 ml saltvatn 0,9%. • 5 bómullarpinnar í lokuðu plasti (plastfilmu). • 1 pk.10x10 cm vasilíngrisja. • 1 pk. 5x5 cm vasilíngrisja. • 1 stk. sprauta 15 ml. • 1 pk. 10x10 cm grisjur (5 stk.). • 2 pk. 10x10 cm grisjur (1 stk.). • 1 pk. 5x5 cm grisjur (5 stk.). • 2 pk. 5x5 cm grisjur (1 stk.). • 1 par af einnota latexfríum hönskum. • 1 stk. einnota blástursgríma (vörn gegn smiti).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=