Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

18 Tegundir viðbragðsáætlana Gera þarf minnst fjórar ólíkar tegundir viðbragðsáætlana sem taka mið af hættunni. Viðbrögð við slysi Viðbrögð við eldsvoða Viðbrögð við náttúruvá Viðbrögð við hættum vegna hegðunar nemenda Meta þarf ástand hins slasaða út frá þekkingu á skyndihjálp. Koma öllum út og safna þeim saman á fyrirfram ákveðinn stað. Koma öllum í öruggt skjól og safna saman á fyrirfram ákveðinn stað. Fyrirbyggjandi aðgerðir Hringja í 112 Hringja í 112 Hringja í 112 Viðbrögð við ófyrirséðri og yfirvofandi hættu. Tryggja öryggi á slysstað. Nafnakall Nafnakall Eftirfylgni vegna einstakra atvika. Veita slösuðum aðhlynningu. Veita slösuðum aðhlynningu. Veita slösuðum aðhlynningu. Verklagsreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011 Grunnupplýsingar um nemanda vegna slysa og bráðaveikinda Mikilvægt er að skólinn hafi grunnupplýsingar um nemendur í tengslum við bráðaofnæmi, sjúkdóma eða slys sem getur þurft að bregðast við fyrirvaralaust. Upplýsingarnar þurfa að vera skriflegar og þær geymdar á aðgengilegan hátt þar sem allt starfsfólk skólans veit um þær og getur nálgast þær þegar þörf krefur. Staðurinn þar sem sjúkrakassinn er geymdur og aðrar upplýsingar um viðbrögð við eldsvoða, slysum eða náttúruvá gæti hentað. Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á að slíkar upplýsingar séu réttar. Í byrjun hvers skólaárs er mikilvægt að skólinn hafi frumkvæði að því að yfirfara upplýsingarnar í samráði við foreldra og fái ávallt upplýsingar um breytingar. Nauðsynlegar upplýsingar um barn vegna slysa og bráðaveikinda • Nafn barns. • Kennitala barns. • Er barnið með ofnæmi? Nauðsynlegt er að skrá ofnæmi sem vitað er um. • Er barnið, fatlað eða með greindan sjúkdóm? Mikilvægt er að skrá tegund fötlunar, heiti sjúkdóms og nafn læknis sem annast barnið. • Tekur barnið lyf að staðaldri? Mikilvægt er að skrá heiti lyfs, magn og tímasetningu inntöku. • Skrá ber nöfn foreldra, heimilisfang, heimasíma farsíma, vinnusíma og vinnustað. Nauðsynlegt er að skrá heiti vinnustað og heimilisfang og deild ef um stóran stað er að ræða. • Skrá þarf nafn á þeim sem hafa á samband við ef ekki næst í foreldra, heimilisfang símanúmer, vinnusíma og vinnustað. • Taka þarf fram ef foreldrar eiga erfitt með að skilja eða tala íslensku og tilgreina móðurmál þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=