Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

17 Fyrir nýja starfsmenn þarf sérstaklega að huga að: • Kynningu á viðbragðsáætlunum og öryggisferlum skólans. • Kynningu á staðsetningu sjúkrakassa og öryggisupplýsinga. • Slysavarnanámskeiði eins fljótt og auðið er. 4.2 Öryggisferlar og viðbragðsáætlanir Skriflegir og virkir öryggisferlar eiga að vera í öllum grunnskólum og upplýsingar þurfa að vera á áberandi stað/stöðum. Mikilvægt er að slíkt svæði sé tilgreint sem neyðarstöð. Allt starfsfólk á að kunna öryggisferla skólans og hafa auðveldan aðgang að skriflegum upplýsingum um þá. Kynna þarf verkferla viðbragðsáætlana fyrir nýju starfsfólki og afleysingastarfsfólki á fyrstu starfsdögum þess í skólanum. Hlutverk og ábyrgð Skilgreina skal ábyrgð starfsmanna í starfslýsingu og hlutverk þeirra í viðbragðsáætlun. Allt starfsfólk á að vita hvert hlutverk þess er ef upp kemur neyðarástand. Stjórnendur öryggismála á vinnustað eiga að tryggja öryggi nemenda, eigið öryggi, öryggi starfsfólks og að unnið sé eftir viðbragðsáætlunum og gerð áhættumats. Áhættumat er áhrifarík aðferð við að tryggja hámarksöryggi nemenda í skólum. Áhættumat ætti að byggja á skráningu skóla á ofbeldisatvikum og slysum þar sem áverkar við slys eru flokkaðir á grundvelli alvarleika. Með því móti verður matið faglegt og hægt að fyrirbyggja að alvarlegir atburðir endurtaki sig. Reglubundnar æfingar á öryggisferlum Mikilvægt er að viðbrögð við ólíkum aðstæðum, svo sem alvarlegum slysum, eldi eða náttúruvá séu æfð reglulega. Með því að æfa mismunandi viðbragðsáætlanir reglulega verður þekking og færni starfsfólks meiri og betri. Það eykur líkur á að unnt sé að bregðast fumlaust við mismunandi aðstæðum. Mikilvægt er að skólastjóri feli einum starfsmanni að fylgjast með æfingunni og skrá niður hvernig gengur þannig að ef upp koma vandamál sé til skráning að æfingu lokinni sem farið er yfir, það sem miður fór rætt og fundnar leiðir til úrbóta. Slíkt ferli er mjög lærdómsríkt og eykur öryggi starfsmanna. Viðbragðsáætlanir vegna slyss og eldsvoða er mikilvægt að æfa tvisvar sinnum á ári. Viðbragðsáætlun við vá er mikilvægt að æfa einu sinni á ári.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=