Orðspor 3 - vinnubók

82 3 Skoðaðu eftirfarandi texta. Riddarinn Hróðmar var hvergi banginn. Hann hafði engu að tapa. Ef honum mistækist að bjarga töfrasteini galdrameistarans frá illa kónginum Márusi þá hefði hann ekkert að lifa fyrir. Þá væri þjóð hans glötuð. Míranda, fallega heitkona hans, myndi ekki vilja sjá hann og honum yrði úthýst úr reglu Dómsdagsriddaranna. Hróðmar hafði í raun ekki gert neina áætlun. Hans eina markmið var að komast inn í kastalann. Ef það tækist myndi hann bara spila framhaldið eftir eyranu, nú eða beitta sverðinu. a. Finndu sex nafnorð í textanum. Tvö af hverju kyni. karlkyn – kk kvenkyn – kvk hvorugkyn – hvk b. Finndu sex sagnorð í textanum og fylltu inn í töfluna: Nafnháttur Nútíð þátíð c. Finndu 3 lýsingarorð í textanum. Stigbreyttu þau í karlkyni, eintölu. Frumstig Miðstig Efsta stig d. Strikaðu undir tvö sérnöfn í textanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=