Orðspor 3 - vinnubók

80 Hefur þú gott nef fyrir málsniði? 9 Hér á eftir fara nokkur textabrot. Lestu þau og tengdu við það málsnið sem þér finnst passa með því að skrifa rétta tölu í kassana. Hei, eigum við að fara í pókó? Maaatur!!! Gríma var í rosalegum vandræðum. Auðvitað þurfti þetta koma fyrir hana í dag af öllum dögum. Hún var alltaf svo heppin, eða þannig. Hún sparkaði reiðilega í borð- fótinn í mótmælaskini. Vatnsflaskan flaug í gólfið, opnaðist og vatn skvettist út um allt. Einu sinni, fyrir langa löngu, var kona nokkur sem … Næst mun ég sýna þér hvernig maður tekur til láns og deilir. Ég legg til að í lok fundarins verði farið yfir nokkur miklvæg atriði. Forngripir eru allir manngerðir hlutir sem eru orðnir eldri en 100 ára. Þeir sem finna forn- gripi á víðavangi eiga að hafa samband við Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Hæ krakkar, Mig langaði bara að senda ykkur þessar línur og þakka ykkur fyrir frábæra viku á Reykjum. Það var ógeðslega gaman og ég tók fullt af myndum sem ég skal senda ykkur við tækifæri. formlegt talmál formlegt ritmál óformlegt ritmál óformlegt talmál 1 3 4 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=