Orðspor 3 - vinnubók

6 Málvísi Orðflokkar 1 Þú hefur lært ýmislegt um eftirfarandi orðflokka. Við ætlum að rifja þá upp með því að tengja saman heiti flokksins við rétta útskýringu, mynd og dæmi. 1. Nafnorð 2. Sagnorð 3. Lýsingarorð 4. Töluorð 5. Samtengingar Skrifaðu réttar tölur í hringina. Orð sem segja okkur fjölda einhvers. Skiptast í frumtölur og raðtölur. Dæmi: 1 – fyrsti – 2016 – níundi – 13. Orð yfir heiti hluta, fyrirbæra, hugmynda o.fl . Skiptast í sérnöfn og samnöfn. Eru til í eintölu og fleirtölu. Eru til í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni. Þau fallbeygjast og geta bætt við sig greini. Dæmi: mánudagur – reiði – buxur - Hallgrímskirkja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=