Orðspor 3 - vinnubók

72 22 Og nú nær spennan hámarki! Lestu áfram … Krista var þegar komin hálf undir plastið á leiðinni út um dyraopið. Hún hoppaði niður af útidyrapallinum og hljóp í áttina að lóðinni þeirra. Linda stoppaði neðan við tröppurnar og sneri sér að nýja húsinu. „Hey, sjáðu!“ kallaði hún. Íkorni kom stökkvandi út um glugga. Hann lenti á moldinni og hljóp strax á fleygiferð í átt að stóra hlyninum í garði systranna. Linda hló. „Þetta var bara íkorni.“ Krista stoppaði við runnana. „Ertu viss?“ Hún horfði hikandi á gluggana í nýja húsinu. „Þetta var frekar hávær íkorni.“ Þegar hún sneri sér frá húsinu varð hún hissa að sjá að Linda var horfin. „Hey, hvert fórstu?“ „Ég er hér,“ kallaði Linda. „Ég sé eitthvað!“ Það tók Kristu smástund að finna systur sína. Linda var hálffalin á bak við stóran svartan ruslagám hinum megin á lóðinni. Krista skýldi augunum með annarri hendi til að sjá betur. Linda var hálf ofan í ruslagámnum. Hún virtist vera að gramsa í ruslinu. „Hvað er þarna ofan í?“ kallaði Krista. Linda henti hlutum til og frá og virtist ekki heyra í henni. „Hvað er þetta?“ kallaði Krista og tók nokkur hikandi skref í átt að ruslagámnum. Linda svaraði ekki. Svo dró hún eitthvað rólega upp úr gámnum. Hún lyfti því upp. Krista sá dökkhært höfuð, handleggi og fótleggi sem héngu líflausir. Höfuð? Handleggir og fótleggir? „Ó, nei!“ hrópaði Krista og greip fyrir andlitið á sér í hryllingi. Viltu lesa meira? Snarastu þá inn á bókasafn og náðu þér í bókina. Hrollur Sá hlær best sem síðast hlær

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=