Orðspor 3 - vinnubók

21 Gríptu aftur niður í textann! „Það er enginn hérna. Skoðum nýja húsið,“ sagði Linda. Krista elti hana yfir lóðina. Íkorni sem var kominn hálfa leið upp í tré fylgdist tortrygginn með þeim. Þær fóru í gegnum op í limgerðinu milli lóðanna. Þær gengu framhjá timbur- stöflunum og stóra moldarbingnum og upp steyptar tröppurnar að húsinu. Þykkt plast var neglt fyrir opið þar sem útihurðin ætti að vera. Krista lyfti einu horninu á plastinu og þær smeygðu sér inn í húsið. Inni var dimmt og svalt og fersk timburlykt lá í loftinu. Gifsveggirnir voru tilbúnir en ómálaðir. „Farðu varlega,“ sagði Linda. „Naglar.“ Hún benti á stóra nagla sem lágu á víð og dreif um gólfið. „Ef þú stígur á nagla færðu stífkrampa og deyrð.“ „Þú yrðir ánægð með það,“ sagði Krista. „Ég vil ekki að þú deyir,“ svaraði Linda. „Bara fáir stífkrampa.“ Hún flissaði hæðnislega. „Haha,“ sagði Krista kaldhæðnislega. „Þetta hlýtur að vera stofan,“ sagði hún og gekk varlega í gegnum herbergið að arninum sem var á veggnum fjærst anddyrinu. „Hér er hátt til lofts,“ sagði Linda og starði upp í loftið á dökka viðarbitana yfir höfðum þeirra. „Flott.“ „Þetta er stærra en stofan okkar,“ benti Krista á og horfði út um stóran gluggann og út á götuna. „Það er góð lykt hérna.“ Linda andaði djúpt. „Allt þetta sag. Það ilmar eins og furutré.“ Þær gengu í gengum holið og könnuðu eldhúsið. „Eru þessir vírar tengdir?“ spurði Krista og benti á knippi af svörtum rafmagnsvírum sem héngu niður úr bitunum í loftinu. „Prófaðu að snerta einn þeirra, þá kemstu að því,“ stakk Linda upp á. „Þú fyrst,“ skaut Krista til baka. „Eldhúsið er ekki mjög stórt,“ sagði Linda, beygði sig niður og horfði inn í götin fyrir eldhússkápana. Hún rétti úr sér og ætlaði að stinga upp á að þær könnuðu efri hæðina þegar hún heyrði hljóð. „Hvað?“ Augun glenntust upp af undrun. „Er einhver hérna inni?“ Krista stóð grafkyrr í miðju eldhúsinu. Þær hlustuðu báðar. Þögn. Svo heyrðu þær hljóðlátt hratt fótatak. Nærri. Inni í húsinu. „Förum!“ hvíslaði Linda. 70

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=