Orðspor 3 - vinnubók

68 Bókahillan Bókabrot Hér á eftir fer brot út fyrsta kafla bókarinnar Hrollur, sá hlær best sem síðast hlær, eftir R. L. Stine. Lestu og leystu verkefnin. 20 Hrollur Sá hlær best sem síðast hlær 1. kafli „Mmmmm! Mmmmm! Mmmmm!“ Krista reyndi hvað hún gat að ná athygli tvíburasystur sinnar. Linda leit upp úr bókinni sem hún var að lesa til að athuga hvað gengi á. Í stað þess að sjá fallegt andlit systur sinnar sá hún stóra bleika kúlu á stærð við höfuðið á Kristu. „Flott þessi,“ sagði Linda áhugalaus. Leiftursnöggt potaði hún í kúluna og sprengdi hana. „Hey!“ hrópaði Krista um leið og bleik tyggjókúlan sprakk yfir kinnar hennar og höku. Linda hló. „Náði þér.“ Krista greip reiðilega í bók Lindu og lokaði henni með skelli. „Úps, nú veistu ekkert hvar þú varst!“ sagði hún með uppgerðarhryllingi. Hún vissi að systir hennar þoldi ekki að ruglast í blaðsíðutalinu. Linda yggldi sig og þreif bókina aftur. Krista baslaði við að kroppa bleikt tyggjóið af andlitinu. „Þetta var stærsta tyggjókúla sem ég hef blásið,“ sagði hún reiðilega. Tyggjóið var fast á hökunni. „Ég hef blásið miklu stærri kúlur en þetta,“ sagði Linda yfirlætislega. „ Þið eruð ótrúlegar , báðar tvær,“ muldraði mamma þeirra um leið og hún gekk inn í herbergið og lagði snyrtilega samanbrotinn bunka af þvotti á rúmið hennar Kristu. „Metist þið meira að segja um tyggjó?“ „Við erum ekkert að metast,“ muldraði Linda. Hún sveiflaði ljósu taglinu til og sneri sér aftur að bókinni. Stelpurnar voru báðar með slétt ljóst hár. En Linda var með sítt hár sem var yfirleitt tekið saman í tagl og Krista var með mjög stutt hár. Þannig þekkti fólk tvíburana í sundur því að öðru leyti voru þær nánast alveg eins. Báðar voru með hátt enni og stór blá augu. Báðar fengu spékoppa þegar þær brostu. Báðar roðnuðu auðveldlega og þá birtust stórir bleikir deplar á fölum kinnum þeirra. Báðum fannst nefið á sér vera aðeins of breitt. Báðar vildu þær vera eilítið hávaxnari. Lísa, besta vinkona Lindu, var næstum því sjö sentímetrum hærri þótt hún væri enn ekki orðin tólf ára.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=