Orðspor 3 - vinnubók

62 Brandarar 9 Margar skrýtlur hafa spunnist út frá ævintýrum. Ástæðan fyrir því að grínið virkar er að fólk þekkir þær sögur sem brandarinn vísar til. Tökum dæmi um vel heppn- aðan brandara sem margir þekkja og er með vísun í annan þekktan brandara. Fyrst kom þessi: Einu sinni voru tveir tómatar að ganga yfir götu. Þá kom vörubíll og keyrði yfir annan tómatinn. Hinn tómaturinn leit við og sagði: „Komdu tómatsósan þín.“ Síðan spannst þessi brandari upp úr hinum: Einu sinni voru tveir tómatar að ganga yfir götu. Þá kom vörubíll og bremsaði til að hleypa tómötunum yfir götuna. Þá sagði annar tómaturinn: „Hey, þú skemmdir brandarann!“ Hugsaðu brandara sem þú kannt og finnst fyndinn. Skrifaðu hann niður eða teiknaðu myndasögu hér í rammann:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=