Orðspor 3 - vinnubók

54 Nú eða þá? 4 Skoðaðu endursögnina um Mjallhvíti í lesbók á bls. 72. Finndu a.m.k. þrjú atriði sem væru öðruvísi í sögunni ef hún gerðist í raunveruleikanum? SVAR Rifjum upp nokkur bókmenntahugtök! Við höfum lært og unnið með ýmiss bókmenntahugtök í Orðspori. Rifjum þau upp. Persónur Í hverri sögu eru aðalpersónur sem sagan fjallar að mestu um. Aðalpersónurnar tengjast síðan öðrum persónum í sögunni sem eru aukapersónur. Til að kynnast persónunum lýsir höfundur ekki bara útliti hennar heldur líka skapgerð, áhugamálum, styrkleikum, veikleikum o.fl . Tími Allar sögur gerast einhvern tímann (ytri tími) og á tiltekið löngum tíma (innri tími). Höfundar uppljóstra ekki endilega upp um ártalið en lesendur geta ályktað, eða áttað sig á því út frá sögunni hvenær hún gerist. Þeir geta til dæmis velt fyrir sér tækninni (eru bílar, tölvur, snjallsímar o.s.frv.). Lesandi getur líka ályktað hvað sagan gerist á löngum tíma út frá til dæmis aðalpersónunni (eldist hún?). • • •

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=