Orðspor 3 - vinnubók

53 5. KAFLI Sögusvið 3 Lestu þessi sex brot úr sögum. Paraðu sögusviðin við textabrotin með því að skrifa viðeigandi númer í hringinn við textann. 1. Sólarströnd. 3. Yfirgefinn skólabygging. 5. Almenningsgarður. 2. Neðansjávar. 4. Hellir. 6. Í íslenskri fjöru. Ragnar er varla búinn að losa Steinunni úr kerrunni þegar hún hleypur í átt að rólunum. Hann ýtir kerrunni í átt að bekk og hefur annað augað á þriggja ára hnátunni. Lykt af nýslegnu grasi fyllir vitin. Vorið er uppáhaldstími Ragnars. Eldri kona situr og prjónar en annars er enginn sjáanlegur… Loksins! Guðrún hafði aldrei á ævi sinni verið jafn spennt. „Teldu upp á þremur og láttu vaða,“ kallaði pabbi til hennar. Hún fann kaldan sjóinn taka á móti sér. Fyrstu sekúndurnar átti hún erfitt með að ná andanum. Hún var óvön að anda bara í gegnum munninn en æfingarnar síðustu daga í sundlauginni skiluðu sér. Augun voru fljót að venjast myrkrinu og kyrrðin var dásamleg… „Það er bara eitt sem ég er hræddur við,“ segir hann og horfir á Alex. Vindurinn leikur í hári þeirra beggja og Alex hallar sér upp að honum til að heyra betur hvað hann segir. Hann sleikir neðri vörina áður en hann heldur áfram og grettir sig yfir saltbragðinu. Mávur gargar fyrir ofan þá og hinum megin við hafið sést forsetabústaðurinn… „Ekki voga þér að koma nær mér,“ reynir hann að öskra en röddin brestur. Hann heyrir andadráttinn nálgast. „Ég er að reyna að hjálpa þér,“ segir mjóróma rödd. Sigurgeir er ekki viss hvort hann eigi að treysta sér út og þrýstir bakinu upp við kaldan klettinn… Sólin blindar Hildi. Hún þurrkar svitadropann sem rennur niður gagnaugað með bleika hlýrabolnum sem amma gaf henni fyrir ferðina. Sandurinn brennur iljarnar og hún líkist helst hrossaflugu þegar hún hleypur frá handklæðinu niður að sjó… Hann hefði aldrei átt að elta Skúla. Órólegur gengur hann eftir dúkalögðum gangi. Klukkan er þrjú að nóttu og foreldrar hans halda að hann sofi rótt í herberginu. „Skúli,“ hvíslar hann en fær ekkert svar. Það voru örugglega fimm mínútur síðan Skúli hvarf. Klukkan í matsalnum tifaði og vindurinn barði gluggana. Það var allt svo hljótt, ólíkt því þegar hann situr með félögum sínum í hádegishléinu á sama stað…

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=