Orðspor 3 - vinnubók

50 Taktu púlsinn! 3 Lestu leiðbeiningarnar og æfðu þig. Þú þarft að hafa tímatökutæki við höndina. Svona tekur þú hvíldarpúlsinn á úlnlið: 1. Leggðu vísifingur og löngutöng á úlnliðinn fyrir aftan sinina líkt og sýnt er á myndinni. Ekki þrýsta mjög fast. Þarna er slagæðin og þú finnur fyrir daufum slögum. 2. Teldu nú slögin í 15 sekúndur. 3. Hversu mörg slög taldir þú: ___________ 4. Þar sem ávallt er miðað við slög á mínútu þarftu að margfalda með fjórum. (15 sekúndur x 4 = 60 sekúndur /1 mínúta) ___________ x 4 = ___________ Hvíldarpúlsinn minn er ___________ slög á mínútu. 1. Nú skaltu athuga áreynslupúls þinn. 2. Hoppaðu, hlauptu eða reyndu á þig á annan hátt í 5 mínútur! 3. Taktu nú púlsinn á sama hátt og áður. 4. Hversu mörg slög taldir þú: ______________________ x 4 = ___________ Áreynslupúlsinn minn er ___________ slög á mínútu. Hversu miklu munar á hvíldar- og áreynslupúls þínum? ___________ Hvíldu þig nú þrjár mínútur og taktu púlsinn einu sinni enn. Hver er púlsinn nú? ___________ Hvernig gekk þér að lesa þessar leiðbeiningar? _____________________________________________________________ Voru leiðbeiningarnar skýrar? Var auðvelt að vita hvað ætti að gera næst? Já Nei Hjálpaði myndin þér að leysa verkefnið? Já Nei Ef já, á hvaða hátt? _____________________________________________________________ Náðir þú til baka í hvíldarpúlsinn þinn á þremur mínútum? Fólk sem er í góðri þjálfun er fljótt að komast til baka í hvíldarpúls eftir áreynslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=